Ýmsar garðyrkjustöðvar og garðar voru heimsóttar í ferðinni

Námsferð nemenda garðyrkjudeilda

Ýmsar garðyrkjustöðvar og garðar voru heimsóttar í ferðinni
Ýmsar garðyrkjustöðvar og garðar voru heimsóttar í ferðinni
Ýmsar garðyrkjustöðvar og garðar voru heimsóttar í ferðinni
Ýmsar garðyrkjustöðvar og garðar voru heimsóttar í ferðinni

Nemendur í garðyrkjudeildum skólans hófu sína þriðju önn á námsferð til suður Englands. Í ferðinni voru skoðaðar garðyrkjustöðvar og garðar. Farið var í Kew Gardens í London og blómabúðir þar heimsóttar. Kent hérað var skoðað en það er mikið ferðaþjónustu og garðyrkjuhérað. Samstarfsskóli okkar Hadlow College var heimsóttur og garðyrkjudeildir hans skoðaðar sem og stór almenningsgarður við skólann. 

Nemendur heimsóttu Clockhouse farms sem ræktar eru ber eins og brómber, jarðarber og hindber einnig plómur til dæmis. Blómaskreytir var heimsóttur sem ræktar plöntur og blóm sjálfur og býður síðan fólki og koma og tína og gera sinn eigin vönd til að taka með heim. Kynnig var á rekstri sveitabúðarinnar, Perry court farm shop, en þau selja sínar eigin vörur og vörur úr nágrenninu ásamt því að hafa testofu. Helsta breytingin hjá þeim er sú að fyrir 10 árum unnu flestir í ræktuninni en nú starfar flest starfsfólkið við verslunina eða þjónustu en aukin tækni og meiri eftirspurn eftir vörum og þjónustu beint frá býli veldur því.

Einnig voru heimsóttur lítill (á breskan mælikvarða) garðplöntuframleiðandi sem ræktar yfir 3500 mismunandi runna, fjölæringa og tré. Garðarnir í kringum Leed kastala var heimsóttur og nemendur spreyttu sig á völundarhúsi sem þar er að finna. Að lokum var Bedgbury pinetum, höfuðstöðvar skógræktar í Bretlandi heimsóttar en þar er safn af sígrænum trjám alls staðar að úr heiminum sem hægt er að skoða sem og skóglendi þar í kring.

Ferðin var vel heppnuð og fjölmargt að skoða og verður spennandi að fylgjast með nemendum nýta reynslu sína úr ferðinni og aðlaga vonandi að íslenskum aðstæðum.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image