Námsferð garðyrkjunema til Danmerkur

Garðyrkjunemar LbhÍ eru nýkomnir heim úr góðri námsferð til Danmerkur. 
Ferðin tókst vel í alla staði, dagskráin var þétt alla daga í sól og sumaryl. Hópurinn skoðaði og heimsótti Blómahátíðina í Óðinsvéum, garð Egeskov hallar, grænmetisframleiðendur, pottaplöntuframleiðendur og garðplöntuframleiðendur. Blómahátíðin í Óðinsvéum er orðin fastur liður í lífi Fjónbúa og nemenda Garðyrkjuskólans. Hátíðin stendur í fimm daga og eru stræti og torg blómum prýdd sem síðan eru seld í lok hátíðar. Þema hátíðarinnar í ár var Veröldin, túlkuð með pottablómum í mismunandi formum og litum. Sjá nánar hér.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image