Nám undir beru lofti: Steinar B. Aðalbjörnsson kynnti endurmenntun Landbúnaðarháskólans á Rás 1

Steinar B. Aðalbjörnsson, verkefnastjóri á skrifstofu rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), kynnti nýlega fjölbreytt og hagnýt námsframboð skólans í Endurmenntun LbhÍ í viðtali í þættinum Morgunvaktin á Rás 1.

Námskeiðin, sem mörg hver eiga rætur að rekja til hefðbundinnar sveitamenningar og náttúrunýtingar, hafa vakið athygli fyrir óvenjulegt og hagnýtt efni. Meðal þess sem hægt er að læra er að þjálfa smala hunda, ná tökum á listinni að hlaða grjót og aðferðir við að höggva eldivið á skilvirkan hátt.

Í viðtalinu var vísað til þess að um væri að ræða nám sem „færi  fram undir beru lofti“, sem undirstrikar hvernig námið er miðað að verklegri og hagnýtri þekkingu.

Viðtalið hefst á mínútu 49:55 og má nálgast hér.

Steinar B. Aðalbjörnsson hefur starfað við fræðslu- og markaðsmál hjá Matís áður en vinnur nú að verkefnum tengdum Endurmenntun LbhÍ. Skólinn leggur áherslu á að bjóða upp á  endurmenntun á sviði náttúrunýtingar og umhverfisfræða þar sem sjálfbær nýting auðlinda er í forgrunni.

Á vef Endurmenntunar LbhÍ má skoða nánar úrval námskeiða sem höfðar til allra sem hafa áhuga á að tileinka sér færni sem nýtist í íslenskri náttúru og landbúnaði.

Nánari upplýsingar um námsframboð má finna á heimasíðu Endurmenntunar LbhÍ: https://endurmenntun.lbhi.is/

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image