MS verkefni – Jarðvegur og plöntunæring. Auglýst eftir áhugasömum nemenda

Auglýst er eftir áhugasömum nemenda með BS gráðu í búvísunum eða skyldum greinum með áhuga á jarðvegi, plöntunæringarfræði, og jarðrækt. Lagt er upp með að verkefnið verði 60 einingar og að nemi leggi verulega vinnu í verklega hluta rannsóknarinnar. Vegna hins háa hlutfalls verkefnis er nauðsynlegt að menn fái styrk eða laun fyrir þann hluta. Þegar er farið að kanna möguleika í þá átt. Styrkur fékkst úr Framleiðnisjóði til að standa undir öðrum kostnaði.
Umsóknarfrestur er til 31. maí.

Frestur til skráningar í MS nám við LbhÍ í haust er útrunninn og ef ekki tekst að fá undaþágu þá seinkar náminu um hálft ár. Fáist styrkur fyrir launum getur vinna að rannsóknarverkefninu hafist í haust óháð skráningu í skólann.

Aðalleiðbeinandi að verkefnin er Þorsteinn Guðmundsson, prófessor í jarðvegsfræði,  og er þeim sem hafa áhuga eða vilja afla sér frekari upplýsinga og/eða sækja um er bent á að hafa samband við Þorstein í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Þorsteinn Guðmundsson
prófessor í jarðvegsfræði
LBHÍ, 311 Borgarnes

MS verkefni – Jarðvegur og plöntunæring
Í sambandi við rannsóknarverkefni um úttrekt og greiningar á næringarefnum í jarðvegi og túlkun á þeim til ráðleggingar um áburð í jarðrækt er auglýst eftir nemenda sem mundi taka verkhlutann að sér og nota niðurstöður í MS ritgerð. Verkefnið er í samvinnu við RML og styrkur hefur fengist úr Framleiðnisjóði til að standa undir grunnkostnaði en þó ekki fyrir launum MS nema. Áætlað er að verkefnið og námskeið verði 60 einingar hvort. Auk námskeiða við LbhÍ er ætlast til að nemandi taki námskeið í plöntunæringarfræði, áburðarfræði, greiningum á jarðvegi eða sambærilegum námskeiðum. Vinna við verkefnið fer fram við starfsstöðina á Hvanneyri. Leitað verður að fjármögnun vinnu nema við rannsóknarverkefnið og það raunar háð því að styrkur eða laun fáist. Lagt verður upp með að verkefnið ljúki og MS gráða náist á 2 árum.

Vinnuheiti
Þjónustugreiningar á jarðvegi

Lýsing
Áætlað er að verkefnið hefjist seinni hluta árs 2014 og að MS nemi geti hafið undirbúning og unnið að ákveðnu marki að verkefninu auk þess sem hann taki fyrstu námskeið. Áætlað er að MS nemi taki námskeið með áherslu á plöntunæringarfærði og áburðarfæði 2015 og ljúki þeim 2016 sé öðru ekki við komið. Vinni að verkefninu 2015 og ljúki því með MS ritgerð haustið 2016.

Verklýsing rannsóknaverkefnisins:
1.      Kanna hvað til er af niðurstöðum úr greiningum á bændasýnum frá fyrri árum/áratugum og ákveða hvað og hvernig staðið verði að úrvinnslu. Skráning gagna í tölvu og úrvinnsla úr þeim.

2.      Sýnataka úr 5 og 10 cm dýptum af túnum í samvinnu við Ráðgjafarmiðstöðina. Lögð verður áhersla á dreifingu milli landshluta, breytileika í jarðvegsgerð og þekkta ræktunarsögu. Handhægar upplýsingar um jarðveg og uppskeru skráð. Jafnframt sýnataka úr ökrum og görðum úr 15 cm dýpt eða úr unna laginu. Jafnframt sýnataka úr tilraunum eftir föngum. Sýnum safnað haustið 2014 og eftir þörfum einnig 2015 til að fylla upp í skörð. Eftir föngum að efnagreina uppskeru af sömu stykkjum.

3.      Greining á jarðvegsýnum með núverandi AL-skolaðferð og jafnframt athugað með að greina nokkur snefilefni í skolinu. Ákveða þarf hvaða efni verða tekin með en til greina koma, t.d. Fe, Mn, Cu, Zn og fleiri málmar. Sýnum safnað og þau geymd til frekari greininga. Gert er ráð fyrir að bændur greiði fyrir greinigarnar eftir taxta en fái jafnframt niðurstöður af öðrum greiningum og gefi leyfi til að niðurstöður verði nýttar í rannsóknarverkefnið. Fosfór greindur með ICP og í litgreiningu.

4.      Greining á jarðvegsýnum með nýju skoli sem mikið er notað í öðrum löndum og mikil reynsla er af til að fá betri samanburð við önnur lönd og til að geta betur metið AL-skolið sem nú er notað. Áhersla lögð á að í því skoli sé einnig hægt að greina snefilefni. Dæmi um aðferð sem til greina kemur er Mehlich 3.

5.      Taka niðurstöður greininga úr langtímatilraunum saman og bera saman við uppskeru og efnamagn uppskeru nánar en hingað til hefur verið gert. Niðurstöður liggja fyrir þannig að þetta verður úrvinnsla úr gögnum sem þegar hefur verið aflað.

6.      Úrvinnsla úr öllum gögnum tekin saman og MS ritgerð skrifuð.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image