Móttaka nýnema verður með aðeins breyttu sniði í haust

Móttaka nýnema

Móttaka nýnema og skiptinema verður með aðeins öðru sniði í haust vegna sóttvarna og framkvæmda á Reykjum. Þriðjudaginn 18. ágúst verður tekið á móti nemendum í BS námi og búfræði í fjórum hópum á Hvanneyri ásamt hópi af skiptinemum. Þá hefst jafnframt kennsla hjá nemendum á öðru og þriðja námsári í BS námi og annars árs nema í búfræði.

Á Keldnaholti, starfsstöð skólans í Reykjavík verður tekið á móti nýnemum á garðyrkjubrautum mánudaginn 24. ágúst þar sem unnið er að endurbótum á húsnæðinu á Reykjum. Garðyrkjunemum verður skipt upp í hópa sem mæta yfir daginn og verður nánari dagskrá send út síðar.

Nýnemar í skipulagsfræðum og aðrir MS nemar hittast á Keldanholti föstudaginn 21. ágúst kl 9.

Við biðjum alla að huga að smitgát og virða fjarðlægðartakmarkanir. Saman munum við láta þetta ganga upp sem allra best með náungakærleik að leiðarljósi.

Skiptingin er eftirfarandi:

18. ágúst

Kl. 9:00 - Nýnemar í BS nám: Búvísindum, Hestafræði, Náttúru- og umhverfisfræði og Skógfræði hittast í Ársal (3. Hæð), Ásgarði Hvanneyri.

Kl. 9.30 - Nýnemar í Búfræði hittast í Orkuveri (kjallara), Ásgarði Hvanneyri.

 

19. ágúst

Kl. 9:00 - Nýnemar í Landslagsarkitektúr hittast í Ársal (3. hæð) Ásgarði Hvanneyri.

 

21. ágúst

MS nemar í Skipulagsfræðum og nýnemar í einstaklingsmiðuðu MS námi. Móttaka nýnema í MS nám fer fram á Keldnaholti, Árleyni 22, 112 Reykjavík kl. 9:00

 

24. ágúst

Garðyrkjunemar: Móttaka nýnema fer fram á Keldnaholti, Árleyni 22, 112 Reykjavík.

kl 9:00

- Blómaskreytingarnemar hittast í stúdíói á 2. hæð

- Garð- og skógarplöntunemar hittast á jarðhæð

- Nemendur lífrænnar ræktunar matjurta hittast í Sauðafelli 3. hæð

- Skrúðgarðyrkjunemar hittast í Geitaskarði 2. hæð

kl 12:45

- Ylræktarnemar hittast í Sauðafelli 3.hæð

- Skóg- og náttúrunemar hittast í stúdíói 2. hæð 

 

Nánari upplýsingar

Hægt er að hafa samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (kennsluskrifstofa [hjá] lbhi.is) eða skiptiborð í síma 433 5000 ef einhverjar spurningar vakna. Hér má einnig finna hlekk á gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image