Uppskeruhátíð og stóðhestahappadrætti á Skeifudeginum
Skeifudagurinn fer fram í hestamiðstöð skólans að Mið-Fossum og hefst kl 13 með fánareið og setningu. Helgi Eyleifur Þorvaldsson brautarstjóri búfræðibrautar ávarpar gesti. Gestir geta notið þess að kynnast nánar nemendum og hrossum þeirra sem þau hafa tamið og þjálfað í vetur. Fánareið, sýningaratriði og úrslit í Gunnarsbikarnum verða á dagskrá og að lokinni verðlaunaafhedingu verður dregið í stóðhestahappadrætti Grana. Sigríður Bjarnadóttir brautarstjóri hestafræðibrautar lokar dagskrá í reiðhöllinni og verður hægt að kaupa kaffiveitingar til styrktar búfræðinemendum sem stefna í útskriftarferð í vor.
Auk Skeifunnar er einnig keppt um Gunnarsbikarinn, Eiðfaxabikar, Ásetuverðlaun Félags tamingarmanna og Framfaraverðlaun Reynis.
Öll velkomin að njóta með okkur að Mið-Fossum Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl kl 13.