Hópurinn í garðskálanum á Reykjum, f.v Ágústa Erlingsdóttir, Guðríður Helgadóttir, Mark Laurence, Arwid Ekle, Magnús Bjarklind og Baldur Gunnlaugsson

Mikill áhugi lifandi grænum veggjum

Veggur frá Biowall sem Arvid setti upp í Noregi með kerfi frá Vertology. Mynd biowall.no
Grænn veggur frá Biowall með kerfi frá Verology. Mark sést hér skoða vegginn en myndina tók Arvid

Mark Laurence landslagsarkitekt og stofnandi Vertology frá Bretlandi ásamt Arvid Ekle frá Biowall í Noregi heimsóttu okkur á Reykjum í fylgd Baldurs Gunnlaugssonar og Magnúsar Bjarklind garðyrkjutæknum hjá Eflu. Eftirspurn eftir grænum veggjum og kerfum fyrir þá hefur aukist um allan heim. Grænir veggir eru ekki bara til fegurðar heldur hafa þeir einnig mörg önnur áhrif til góðs bæði til að grænka grátt borgarlandslag og til að hreinsa loftgæði til dæmis, nú ekki bara lárétt heldur lóðrétt. Maðurinn hefur þörf fyrir nálægð við náttúru og bjóða grænir veggir nýjar leiðir til að tvinna það saman. Það er margt sem þarf að huga að þegar setja á upp græna veggi og umhirðan verður önnur en þegar átt er við lárétt svæði og fóru Mark og Arwid yfir hvað þarf helst að huga að.

Mark Laurence hefur þróað kerfi sérhannað fyrir græna lóðrétta veggi og Arvid Ekle hefur mikla reynslu í uppsetningu og umhirðu grænna veggja víða í noregi og vinnur í samstarfi við Mark. Baldur og Magnús hafa öðlast reynslu hérlendis í grænum veggjum og fengu þá Mark og Arvid til að koma og ræða græna veggi og héldu stutta kynningu fyrir starfsfólk og nemendur á Reykjum og skoðuðu svo starfsemi okkar og gróðurhús þar. Í byrjun næsta árs verður settur upp grænn veggur í Reykjavík úr því kerfi sem Mark og Arvid vinna með og verður því spennandi að sjá hvernig þetta reynist hérlendis.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image