Uppsetning á Metanmælingabás. Mynd Hvanneyriarbúið

Metanmælingarbás settur upp í Hvanneyrarfjósi

Nýi metanmælingarbásinn (Mummi) hefur verið settur upp í Hvanneyrarfjósi. Unnið verður að grunnrannsóknum í upphafi og niðurstöður bornar saman við erlendar mælingar. Í framhaldinu verða síðan gerðar tilraunir á áhrifum fóðurs og bætiefna á losun gróðurhúsalofttegunda. Básinn er frá GreenFeed og komu sérfræðingar frá C-Lock Inc til landsins til uppsetningar. 

Mikilvægt er að geta metið losunina við íslenskar aðstæður og verður áhugavert að fylgjast með fyrstu tilraununum í básnum. Básinn er liður í stuðningi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið við rannsóknir til að bæta þekkingu og grunnupplýsingar um metanlosun vegna iðragerjunar nautgripa. Samningur þess efnis undirritaður í lok síðasta sumars - nánar hér.

Hægt er að fylgjast með Hvanneyrarfjósinu á Facebook
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image