Valdís Vilmarsdóttir ver meistararitgerð sína í skipulagsfræði

Meistaravörn – Valdís Vilmarsdóttir í Skipulagsfræði

Valdís Vilmarsdóttir ver meistararitgerð sína í skipulagsfræði við deild Skipulags & Hönnunar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Ritgerðin nefnist: „Golf í gólf - Möguleiki breyttrar landnotkunar til að efla úthverfi höfuðborgarsvæðisins“.

 

Leiðbeinendur Valdísar eru Bjarni Reynarsson doktor í skipulagsfræðum og Gunnar Ágústsson skipulagsfræðingur. Prófdómari er Hrafnkell Proppé skipulagsfræðingur.

Meistaravörnin fer fram miðvikudaginn 10. janúar 2024 kl. 14:00 í Geitaskarði, 2. hæð í húsi LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík. Vörninni verður einnig streymt á Teams, hlekkur hér. Mikilvægt er að vera kominn inn tímanlega og hafa slökkt á hljóðnema.

 

Ágrip

Höfuðborgarsvæðið hefur þróast mikið frá því á 20. öld til dagsins í dag samhliða fjölgun íbúa. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins eru vaxtarmörk sem afmarka þéttbýli frá dreifbýli. Hér er einn valmöguleiki til að koma til móts við íbúaaukninguna innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins.
Áður en greining hófst á golfvöllum voru settar fram forsendur fyrir hlutlaust mat og faglega niðurstöðu. Í þeim fólst umhverfi golfvallanna, hvort þeir væru hluti af stærra útivistarsvæði, eða byggð farin að þrengja að þeim. Hvort þeir hömluðu tengingum og hvort breytt landnotkun gæti styrkt aðliggjandi hverfi.
Í þessu riti verður saga golfíþróttarinnar rakin þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað og nokkrir golfvellir hafa vikið fyrir byggð. Aðal- og deiliskipulög voru skoðuð fyrir núverandi golfvelli og þar kom í ljós að nokkrar breytingar munu verða á fleiri golfvöllum í framtíðinni. 

Golfvellir spanna stór svæði í höfuðborginni og eru flestir í úthverfum borgarinnar. Það var því lögð áhersla á að skoða hver væri besti kostur við að þróa og efla úthverfin. 

Áhersla var lögð á að kanna hvernig höfuðborgin hefur þróast og hvernig hægt sé að stýra áframhaldandi þróun í rétta átt. Ein gagnrýnin á fyrsta Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983 var á aðskilnað íbúða- og atvinnuhverfa. Í stefnu nútímans er lögð áhersla á blandaða byggð til að stytta vegalengdir fólks og bæta tengingar. 

Niðurstaðan var sú að greina þyrfti Korpúlfsstaðavöll nánar fyrir breytta landnotkun. Farið var í vettvangsferðir og gerð íbúakönnun og Svót greining. Að lokum var lögð fram hönnunartillaga sem var unnin út frá greiningu svæðis og fræðilegri samantekt.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image