Þórhildur rannsakaði sýkingarmætti grágeitarsveppsins Ophiostoma clavatum í fræplöntum skógarfuru. Mynd/aðsend

Meistaravörn Þórhildar Ísberg í skógfræði

Þórhildur Ísberg ver meistararitgerð sína í skógfræði sem nefnist „The pathogenicity of the blue stain fungus Ophiostoma clavatum in Scots pine seedlings” á ensku, en á íslensku útleggst titillinn „Sýkingarmætti grágeitarsveppsins Ophiostoma clavatum í fræplöntum skógarfuru”.

Leiðbeinendur eru dr. Riikka Linnakoski við Náttúruauðlindastofnun Finnlands (LUKE), próf. Bjarni Diðrik Sigurðsson við LbhÍ og dr. Risto Kasanen við Helsinkiháskóla.

Vörnin fer fram miðvikudaginn 2. júní 2021 kl. 13:00 og verður streymt í gegnum Zoom fjarfundabúnað og öllum áhugasömum er velkomið að fylgjast með henni þannig. Hlekkur á fjarvörnina HÉR.

Við biðjum þá sem vilja tengja sig vinsamlegast að gera það fyrir kl. 12:50. Jafnframt biðjum við alla sem tengjast í gegnum fjarfundabúnað að slökkva á eigin hljóðnemum á meðan fyrirlesturinn fer fram, en mega gjarnan kveikja á þeim þegar gefið verður færi á spurningum „úr sal“ í lok varnarinnar. Vörnin fer fram á ensku.

Ágrip á íslensku

Í þessari rannsókn var sýkingarmætti grágeitarsveppsins Ophiostoma clavatum í fræplöntum skógarfuru kannað. Í kjölfar loftlagsbreytinga undanfarinna áratuga hefur árásarharka barkarbjöllunnar Ips acuminatus gagnvart skógarfuru aukist töluvert í Finnlandi sem og í fjallahéruðum Evrópu. Þessi aukna harka hefur orsakað meiri trjádauða en vant er. I. acuminatus ber smit af O. clavatum á milli trjáa.

Rannsóknin var hönnuð með það fyrir augum að kanna hvert sýkingarmætti O. clavatum væri og hvort smitið eitt og sér gæti orsakað trjádauða. Við framkvæmdina voru 90 fræplöntum skipti í viðmiðunarhóp, viðmiðunarhóp með gervismiti, og smithóp. Fræplönturnar voru hafðar í gróðurherbergi þar sem umhverfisaðstæður voru stöðugar og ekkert angraði plönturnar annað en gervismitið og raunsmitið. Fylgst var með plöntunum í átta vikur og í lok þess tímabils voru ýmsar mælingar framkvæmdar sem og smit kannað og smiteinkunn gefin.

Helstu niðurstöður voru þær að engin marktækur munur var á milli hópa nema að hvað viðkom lægri þurrvigt smitaða hópsins en viðmiðunarhópsins án gervismits þegar munur milli upphafshæðar var tekinn með í reikninginn. Það má því ganga út frá því að sýkingamætti O. clavatum sé lítið sem ekkert í fræplöntum skógarfuru. Sá skaði sem sýkt tré verða fyrir í náttúrunni er líklegast afleiðing samverkandi þátta veðurfars og annarra umhverfisaðstæðna sem og aukin harka í árásum barkarbjallnanna sem bera smit í tréð sem ásamt öðrum þáttum veikir tréð og getur jafnvel valdið dauða þess.

Image
Vörnin fer fram 2. júní n.k. kl 13 og verður streymt fyrir áhugasama
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image