Þórður Már Sigfússon

Meistaravörn: Þórður Már Sigfússon

Þriðjudaginn 29. maí nk. ver Þórður Már Sigfússon meistararitgerð sína, Staðarvalsgreining fyrir þjóðarleikvang innanhússíþrótta á höfuðborgarsvæðinu, við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinendur eru  Dr. Sigríður Kristjánsdóttir og Sverrir Örvar Sverrisson, skipulagsfræðingur. Prófdómari er Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur. Athöfnin fer fram í Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Reykjavík og hefst kl 10.00. Allir hjartanlega velkomnir.

Um verkefnið:
Laugardalshöll er ein elsta íþróttahöll sem notuð er að staðaldri í keppnisleikjum landsliða á vegum evópska hand- og körfuknattleikssambandsins. Hún uppfyllir ekki nútíma staðla og reglugerðir er varða öryggi í íþróttahöllum. Samkvæmt öryggisreglugerð EHF fellur Laugardalshöll undir skilgreiningu keppnishalla þar sem áhættumestu landsleikir í handbolta fara fram.
Í mars síðastliðinn öðlaðist reglugerð um viðurkenningu þjóðarleikvanga hérlendis gildi. Markmið hennar er að tryggja stöðu íþrótta á Íslandi og uppbyggingu íþróttamannvirkja sem standast alþjóðlegar kröfur. Ljóst er að Laugardalshöll uppfyllir ekki þessar kröfur og því þörf á nýju höfuðvígi íslenskra innanhúsíþrótta. En hvar á að byggja þennan nýjan þjóðarleikvang?
Meginmarkmiðið er að finna þjóðarleikvangi innanhússíþrótta framtíðarstað á höfuðborgarsvæðinu með því að meta og vinsa úr staðarvalskosti með staðarvalsgreiningu. Gerð verður grein fyrir hvað felst í hugtakinu staðarvalsgreining og hvernig þættir í umhverfinu hafa áhrif á ákvörðunartöku um val á hentugum svæðum undir fjölnota íþróttahöll.
Skoðað er með hvaða hætti er hægt að nýta hugmyndafræðina um staðarval til að meta ákjósanlegustu framtíðarstaðsetningu þjóðarleikvangs innanhússíþrótta og hvernig megi nýta hana til uppbyggingar tiltekinna svæða. Farið er yfir niðurstöður greininganna og gerð grein fyrir hentugustu staðarvalskostunum.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image