Skipting sveitarfélaganna 72 á Íslandi. Hver er staða faggreinar skipulagsfræðinga á Íslandi? Sigurður S. Jónsson ver meistararitgerð sína um efnið 25.9 2019 kl 14

Meistaravörn Sigurðar S. Jónssonar í skipulagsfræði

Hver er staða faggreinar skipulagsfræðinga á Íslandi spyr Sigurður en hann ver meistararitgerð sína í skipulagsfræði við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands og var markmið rannsóknar hans að fá heildarsýn á stöðuna í greininni.

Meistaranámsnefndin er skipuð af dr. Sigríði Kristjánsdóttur dósent við meistaranám í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og Ívari Pálssyni hrl lögfræðingi hjá Landslögum. Prófdómari er Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur MS og arkitekt.

Athöfnin fer fram miðvikudaginn 25. sept n.k. í salnum Geitaskarði á 2. hæð í Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Reykjavík og hefst kl. 14:00. Allir velkomnir! 

Ágrip

Markmið rannsóknarinnar var að fá heildarsýn á stöðu faggreinar skipulagsfræðinga á Íslandi. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðferð og unnið var með fyrirliggjandi gögn. Fram voru settar sex rannsóknarspurningar.

Árið 1964 heimiluðu skipulagslög að fela sérmenntuðum mönnum gerð skipulagsuppdrátta. Hagsmunasamtök skipulagsfræðinga voru stofnuð 1985 og löggilding skipulagsfræðinga náðist árið 1986. Löggildir skipulagsfræðingar eru í jöfnum hlutföllum menntaðir erlendis og hérlendis. Sveitarfélögunum fer fækkandi með stækkandi skipulagssvæðum. Skipulagsstigin eru með svipuðum hætti á milli norðurrlandanna. Skipulagsfræðingar þurfa löggildingu á Íslandi, en prófgráður úr skipulagsfræðinámi gilda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, en í Finnlandi er vottunarferli þar sem metin er saman starfreynsla og menntun.

Formgerð, samskipti og boðleiðir skipurita ráðneyta eru allt frá því að vera góð, yfir í það að vera illskiljanleg og samskipti og boðleiðir skipurits Skipulagsstofnunar Íslands mættu vera skilvirkari. Löggildir sérfræðingar skv. lögum nr. 8/1996 í tækni- og hönnunargreinum eru liðlega 6.000 talsins. Starfstéttir sérfræðinganna hafa ýmist BS próf eða MS próf og eiga það sammerkt að hafa óverulega, ef nokkra menntun í skipulagsfræði. En eru engu að síður gjaldgengir sem skipulagsráðgjafar og skipulagsfulltrúar, ef skilað er staðfestri starfreynslu.

Tæplega 93% af starfandi skipulagsfulltrúum sveitarfélaganna á íslandi eru ekki löggildir skipulagsfræðingar. Samkvæmt listanum Transparency International þá er Ísland það ríki á Norðurlöndunum sem býr við mesta spillingu. Í bókinni Hin mörgu andlit lýðræðis eftir Gunnar Helga Kristinsson segir að valdamiklir bæjarstjórar og hraður vöxtur byggðar auki líkurnar á því að íbúar telji að pólitísk fyrirgreiðsla, frændsemi og kunningsskapur séu í aðalhlutverki í sveitarfélögum á Íslandi og fagleg stjórnsýsla og aðhald landsstjórnarinnar vinni gegn spillingu.

Tæp 86% á skipulagsráðgjafa sem eru á lista Skipulagsstofnunar Íslands hafa ekki löggildingu sem skipulagsfræðingar. Skipulagsstofnun Íslands telur sig ekki hafa eftirlitskyldu með ráðningum skipulagsfulltrúa hjá sveitarfélögunum á Íslandi. Samvinna í sveitarfélögunum um sameiginlegan skipulagsfulltrúa er í þrjátíu og þremur sveitarfélögum og því sinna ellefu skipulagsfulltrúar, þar af er einn löggildur skipulagsfræðingur í starfi skipulagsfulltrúa.

Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að staða skipulagsfræðinga á Íslandi sé ekki ásættanleg með tilliti til lagaumhverfis löggildra skipulagsfræðinga og eftirlits landsstjórnarinnar.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image