Meistaravörn: Ragnar Björgvinsson

Miðvikudaginn 10. júní nk. ver Ragnar Björgvinsson meistararitgerð sína, “Garður er granna sættir” – hönnun og útfærsla girðinga til skjóls og afmörkunar á einkalóðum í Reykjavík frá aldamóturm 1900, við umhverfisdeild LbhÍ. Leiðbeinendur eru Sigríður Kristjánsdóttir og Pétur H. Ármannsson. Prófdómari er Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur, BASALT Arkitektar. Athöfnin fer fram í Studío-i meistaranema á Keldnaholti (2. hæð) og hefst kl 14.00. Allir velkomnir.

 Háskóli Íslands

Um verkefni Ragnars:

 Þrátt fyrir að Reykjavík sé tiltölulega ung borg hefur hún breyst mikið frá því að hún hlaut kaupstaðaréttindi árið 1786. Á þessum tíma hefur þjóðfélagið jafnframt tekið miklum breytingum. Þessar breytingar endurspeglast meðal annars í eignarhaldi lands og afmörkun þess. Áhugavert er að skoða samhengi þjóðfélagsbreytinga og þróun girðinga en þróun lóðaafmarkana í Reykjavík hefur lítið sem ekkert verið rannsökuð. 

Helstu markmið þessarar rannsóknar eru að skoða þróun girðinga á lóðamörkum í Reykjavík með áherslu á árabilið 1900 til 1970. Lagt er mat á hvaða ástæður geta legið að baki þeim breytingum sem dregnar eru fram.

Efnið er rakið í sögulegu samhengi og tekin lýsandi dæmi. 

Háskóli Íslands

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að Reykjavík hefur  breyst úr því að vera sveitaþorp þar sem haldnar voru skepnur í það að vera skipulögð borg á því tímabili sem rannsóknin náði til. Ástand heimsmála hefur haft áhrif á þá þróun sem varð í lóðaafmörkunum. Í upphafi þess tímabils sem var skoðað var efniviðurinn sóttur í næsta nágrenni en með aukinni kaupmennsku jókst efnisvalið. Á fyrri hluta 20. aldar voru timbur- og bárujárnsgirðingar algeng sjón. Yfir tímabilið sem rannsóknin nær til tóku steyptar girðingar að rísa og undir lok tímabilsins er mikið til hætt að nota girðingar á lóðamörkum og gróður tekinn við. 

Háskóli Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image