Pavle Estrajher ver meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði

Meistaravörn Pavle Estrajher í náttúru- og umhverfisfræði

Pavle Estrajher ver meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði sem nefnist „Cultivation of microalgae on fishery effluent in industrial environment” á ensku, en á íslensku útleggst titillinn „Örþörungaræktun á afrennsli frá fiskeldi undir iðnaðaraðstæðum”. 

Aðalleiðbeinandi er dr René Groben hjá Matís og meðleiðbeinendur Stefanía K. Karlsdóttir hjá Matorku og Ragnhildur Helga Jónsdóttir aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er Isaac Berzin hjá Vaxa og gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Vörnin fer fram miðvikudaginn 30. júní 2021 kl. 13:00 og verður streymt í gegnum Zoom fjarfundabúnað og öllum áhugasömum er velkomið að fylgjast með henni þannig. Hlekkur á fjarvörnina hér

Við biðjum þá sem vilja tengja sig vinsamlegast að gera það fyrir kl. 12:50. Jafnframt biðjum við alla sem tengjast í gegnum fjarfundabúnað að slökkva á eigin hljóðnemum á meðan fyrirlesturinn fer fram, en mega gjarnan kveikja á þeim þegar gefið verður færi á spurningum „úr sal“ í lok varnarinnar. Vörnin fer fram á ensku.

Ágrip 

Örþörungaræktun á afrennsli frá fiskeldi undir iðnaðaraðstæðum

Eftir mikinn vöxt á síðustu árum stendur fiskeldi nú frami fyrir því að auðlindir geti orðið takmarkandi fyrir frekari vöxt - viltur fiskur sem notaður er í fóður er ekki óendanleg auðlind. Plöntufóður ræktað á landi gæti komið í stað fisks, en það hefur þó sína ókosti s.s. samkeppni um land við matvælaframleiðslu til manneldis og þá þyrfti eldisfiskur á fæðubótarefnum að halda til að ekki dragi úr Omega-3 innihaldi hans. Úrgangur frá fiskeldi hefur neikvæð umhverfisáhrif ef hann fer ómeðhöndlaður út í náttúruna. Hátt köfnunarefnis- (N) og fosfór- (P) innihald úrgangs getur valdið óstöðugleika og mengað vistkerfi jafnvel þó þau séu í góðu jafnvægi.

Hins vegar, er úrgangurinn vannýtt auðlind sem hægt væri að nýta til ræktunar á örþörungum. Fræðilega séð geta örþörungar breytt 88% og 99% af losuðum N og P í fjölnota lífmassa. Hins vegar er áköf smáþörungarækt orkufrek (hefur mikið rafmagnsspor) - allt að 80% af fótspori af framleiðslu lífmassa á rekstrarstigi má rekja til notkunar á raforku. Lágtækniuppsetning getur haldið kolefnisfótspori lágu eða jafnvel neikvæðu og komið í veg fyrir þörf á mótvægis aðgerðum en þó framleitt nægjanlegan lífmassa.

Til þess að prófa þessa hugmynd var sett upp örþörungarækt í hálf-stríðeldi með minni ræktunarákefð þar sem byggt var á nýtingu CO2 úr andrúmslofti og minna orkuframlagi. Athugunin hefur sýnt fram á að hægt er að nýta og endurnýta frárennsli frá fiskeldi ásamt því að lágmarka áhrif þess á villta fiskstofna og draga úr kolefnisspori þess. Strærri framleiðslu er þörf til að sanna efnahagslega ávinningu, samhliða því að svara henni verður að hafa í huga mögulega umhverfishvata ásamt öðrum ávinningi sem getur fylgt þróun fiskeldis.

Vörnin fer fram 30. júní 2021 kl 13
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image