Miðvikudaginn 14. desember nk. ver Lilja Dögg Guðnadóttir meistararitgerð sína, Intake capacity of the Icelandic dairy cow - Effect of animal factors, concentrate ratio and feeding method, við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinendur eru Jóhannes Sveinbjörnsson og Grétar Hrafn Harðarson. Prófdómari er Jón Árnason, sérfræðingur hjá Matís. Athöfnin fer fram í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hefst kl 14.00. Allir velkomnir.