Meistaravörn: Guðríður Baldvinsdóttir

Miðvikudaginn 30. maí næstkomandi ver Guðríður Baldvinsdóttir meistararitgerð sína í skógfræði við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Ritgerðin nefnist „Áhrif mismunandi beitarþunga sauðfjár á ungan lerkiskóg og viðhorf skógar- og sauðfjárbænda til skógarbeitar” [Impact of different stocking rates of sheep on establishing stands of Larix sibirica and views of Icelandic sheep- and forest-farmers towards forest grazing]. Meistaranámsnefndin er skipuð af próf. Bjarna Diðrik Sigurðssyni, skógvistfræðingi við Landbúnaðarháskólann og M.Sc. Sigþrúði Jónsdóttur, beitarsérfræðingi hjá Landgræðslu ríkisins. Prófdómari er dr. Brynjar Skúlason, trjákynbótafræðingur hjá Skógræktinni.

Athöfnin fer fram í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík, Árleyni 22, Keldnaholti, fyrirlestrasalur á 3. hæð og hefst kl 15.00. Allir velkomnir!

Ágrip

Það gæti komið ýmsum á óvart að í sauðfjárræktarlandinu Íslandi er þekking á áhrifum sauðfjárbeitar á þau tré sem notuð eru hér í skógrækt takmörkuð. Áður hafði einungis ein rannsókn verið gerð á áhrifum mismunandi beitarþunga sauðfjár í skóglendi á Íslandi. Rannsóknin sem fjallað er um í þessari ritgerð er sú fyrsta sem gerð er á áhrifum mismunandi beitarþunga sauðfjár á rússalerki (Larix sibirica), sem er mest ræktaða trjátegundin til fjölnytjaskógræktar hérlendis.

Sett var upp beitartilraun í Garði í Kelduhverfi, sem stóð yfir sumrin 2015 og 2016, með þrenns konar beitarþunga, ásamt friðuðu hólfi og beittri afrétt til samanburðar. Skoðuð voru áhrif á ungan (9-14 ára) lerkiskóg með um þriggja metra yfirhæð, en einstök lerkitré voru á bilinu 12cm – 301cm. Helstu niðurstöður voru að beitin hafði engin áhrif á vöxt og viðgang lerkisins, engar skemmdir voru á toppsprotum né berki. Engin áhrif mældust á framleiðni skógarins. Hinsvegar urðu bæði sjónræn og mælanlega marktæk áhrif af beit á hliðargreinar trjánna í þungbeitta og meðalbeitta beitarhólfinu. Engin lerkitré < 50cm voru bitin og merkin voru mest á 1,5-2,5 háum trjám.

Marktæk beitaráhrif urðu einnig á botngróður. Sjónmat bæði árin leiddi í ljós mun á friðaða hólfinu og öllum hinum, ásamt milli afréttar og þung- og meðalbeitta hólfsins. Einnig var marktækur munur á beitaráhrifum á léttbeitta hólfinu og þung- og meðalbeitta hólfinu sumarið 2015, en einungis milli léttbeitta og meðalbeitta hólfsins sumarið 2016. Þótt gróðursett birki hafi ekki verið hluti af tilrauninni þá er vert að geta þess að mikil beitaráhrif sáust á því í meðalbeitta og þungbeitta hólfinu.

Hluti rannsóknarinnar var spurningakönnun sem gerð var á meðal allra þeirra skógarbænda með þinglýsta skógræktarsamninga sem jafnframt voru með yfir fimmtíu vetrarfóðraðar kindur. Í spurningakönnuninni var leitað eftir viðhorfum þeirra til beitar í skógi almennt en einnig í eigin skógi. Voru svarendur almennt hlynntir beit í skógi og vildi töluverður meirihluti þeirra beita eigin skóg eða rækta sérstakan skóg til beitar. Almennt voru viðhorf jákvæð til beitar í skógi.

Abstract

More knowledge is needed about the impact of sheep grazing in forests in Iceland. Only one study had previously been done on the impact of different stocking rates of sheep in woodlands in Iceland. The present study was the first to investigate the effects of different stocking rate of sheep on Siberian larch (Larix sibirica).

A grazing experiment was carried out in Garður in Kelduhverfi, during two summers. It was set up with forested plots of three stocking rates, along with ungrazed forest control and a rangeland plot with traditional summer grazing. The impact on the young larch forest (9-14 years; with 12cm – 301cm tall trees) was observed.

The main results were that the grazing had no effect on the growth and the survival of the larch trees and no damage was observed on their apical shoots or bark. No effect was found on the stand production. In 2016, significant visual and measured browsing effects were recorded on side branches in the medium and heavy grazed plots. No trees <0.5m were browsed and 1.5-2.5m tall trees were most browsed.

Significant grazing effect was also found on the ground vegetation. Visual estimate revealed a difference between the ungrazed control and all the rest. There was also a significant difference between the low grazed and the heavy and medium grazed plots in the summer of 2015, but only between the low grazed and medium grazed in 2016. Although planted birch was not a part of the experiment, it should be noted that a high browsing impact was seen on it in the medium and heavy grazed plots.

A questionnaire was introduced to all Icelandic forest farmers who also had over fifty winter-fed sheep. In the questionnaire, their views on forest grazing in general were probed, but also in their own forests. Respondents were generally in favour of forest grazing and a significant proportion would like to graze their own forests, or grow special forests for grazing. In general, the attitude was positive towards forest grazing.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image