Matvælaöryggi í hættu - segir milliríkjanefnd Sþ um loftslagsbreytingar

Loftslagsbreytingar valda því að matvælaöryggi jarðarbúa er ógnað. Framtíðarhorfurnar eru enn verri, fæðuframboð mun ekki haldast í hendur við fjölgun jarðarbúa á næstu áratugum. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins sem vitnar í skýrslu IPCC, milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kemur út í dag. Þetta er í fimmta sinn sem IPCC gefur út viðlíka skýrslu og í fyrsta sinn síðan árið 2007.

Höfundar skýrslunnar eru ómyrkir í máli og hvetja stjórnmálaleiðtoga til að bregðast strax við vandanum sem steðjar að heimsbyggðinni vegna loftslagsbreytinga. Þær hafa til að mynda áhrif á matvælaframboð á jörðinni. Ræktun á nauðsynjavörum á borð við hveiti, maís og hrísgrjónum verður sífellt erfiðari vegna veðurbreytinga, bæði þurrka og mikilla rigninga.

Því er spáð að framleiðsla á hveiti eigi eftir að dragast saman um 2% að meðaltali næstu áratugi, en á sama tíma fjölgar mannfólki um 1,2% á ári.

Minnkandi matvælaöryggi á ekki aðeins við um kornvörur. Í skýrslunni kemur einnig fram að fiskafli meðal fiskveiðiþjóða í heittempraða beltinu og hitabeltinu eigi eftir að dragast saman um 40-60% vegna breytinga á hita- og sýrustigi sjávar.
Sjá hér frétt BBC.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image