Málþing um kynbótakerfi í hrossarækt

Til málþingsins boðuðu Fagráðið í hrossarækt og Landbúnaðarháskóli Íslands, í samstarfi við Endurmenntun LbhÍ. Málþingið hófst kl 13:00 með ávarpi Kristins Guðnasonar formanns fagráðsins en um fundarstjórn sá  Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ. Byrjað var á fjórum inngangserindum sem hvert um sig tók 10-15 mínútur. Guðlaugur Antonsson fór með stutt yfirlit um kynbótakerfið, Víkingur Gunnarsson um ræktunarmarkmiðin og dómsskalann,Þorvaldur Kristjánsson um framkvæmd dóma, dómara og sýningar og að lokumElsa Albertsdóttir um útvinnslu og nýtingu dómsniðurstaðna. Þessir aðilar fóru yfir stöðuna í dag en bentu jafnframt á þætti sem bætur mætti skoða miðað við reynslu undanfarinna ára.

Eftir inngangserindin var orðið gefið laust í um 75 mínútur. Má segja að flestir þeir sem óskuð sér hljóðs hafi fengið að tjá sínar skoðanir til jafns á við lengd inngangserinda. Meðal þeirra sem tóku til máls undir þessum lið voru Bjarni Þorkelsson, Sigurður Örn Ágústsson, Anton Páll Níelsson, Bergur Jónsson, Þórarinn Eymundsson, Guðmundur Birkir Þorkelsson, Kristinn Hugason, Sveinn Samúel Steinarsson, o.fl.

Eftir 30 mínútna kaffihlé hófst hópavinna. Um 112 höfðu skráð sig á málþingið, flestir hlýddu á fyrirlestrana og umræðurnar en nokkuð færri tóku þátt í hópavinnunni. Þátttakendum var skipt tilviljanakennt upp í sex hópa. Fyrirfram var búið að undirstinga nokkra til að taka að sér að vera hópstjórar og ritarar. Í hópastarfinu var mikið lagt upp úr því að allir þátttakendur tækju til máls og  greindu frá sinni skoðun á þeim málefnum sem til umræðu voru. Þetta tókst mjög vel. Að afloknu hópastarfinu komu allir málþingsgestir saman og fengu hópstjórar um 5 mínútur til að greina frá helstu atriðum sem rædd voru í hverjum hóp. Málþinginu lauk síðan kl. 18:15.

Hér má finna niðurstöðu þessara sex umræðuhópa. Það er von umsjónaraðila að þessi skjöl verði nýtt til áframhaldandi vinnu við endurskoðun á kynbótakerfinu í hrossarækt – þannig að við náum enn betri og meiri árangri, eins og lagt var upp með málþinginu. Innilegar þakkir fyrir ykkar framlag.

Niðurstaða hópavinnu:

Hópur 1 -
Hópur 2 -
Hópur 3 -
Hópur 4 -
Hópur 5 -
Hópur 6 -

Með kveðju og þakklæti

Ásdís Helga Bjarnadóttir
Endurmenntun LbhÍ

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image