Arnór Snorrason einn höfunda hér við mælingar í viðamikilli rannsókn á náttúrulegum birkiskógum á Íslandi

Lífmassi ofanjarðar í trjágróðri náttúrulegra birkiskóglenda á Íslandi

Þriðja greinin í hefti 32/2019 var að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences og heitir Lífmassi ofanjarðar í trjágróðri náttúrulegra birkiskóglenda á Íslandi – samanburður á tveimur úttektum frá 1987-1988 og 2005-2011 eftir Arnór Snorrason, Þorberg Hjalta Jónsson og Ólaf Eggertsson.

Höfundar mátu og báru saman standandi ofanjarðarlífmassa og þar með kolefnisforða í trjágróðri í tveimur landsúttektum sem framkvæmdar voru á náttúrulegum birkiskógum á Íslandi 20 ára millibili til með að leggja mat á hvort lífmassinn eða kolefnisforðinn ofanjarðar hefði aukist eða minnkað á landsvísu eftir 1988.

Þessi viðamikla rannsókn leiddi í ljós að í náttúrlegu birkilendi á Íslandi sem þegar var skógi vaxið 1987-1988 hafði ofanjarðarlífmassi ekki breyst marktækt til 2005-2011. Hinsvegar kom í ljós í seinni úttektinni að útbreiðsla birkiskóga hafði aukist um 12.900 ha á tímabilinu og á þeim svæðum stóðu nú um 37 þúsundir tonna (37 Gg) af viði. Heildar standandi ofanjarðarlífmassi allra birkiskóga landsins 2005-2011, með nýgræðunum, var 1.455 þúsundir tonna af viði. Þrátt fyrir að ekki hafi orðið marktækt breyting á standandi lífmassa í öllum eldri birkiskógum landsins á athugunartímabilinu, þar sem vöxtur og afföll vegast saman, þá kom í ljós marktækt línulegt samband milli mælds árhringaaldurs birkiskóga og lífmass þeirra sem svaraði til árlegrar aukningar í ofanjarðarlífmassa upp á 348 kg þurrvigtar á hvern hektara skógar.

Greinina má nálgast hér

Ritstjórn ritstjóri IAS

www.ias.is

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image