Lektor í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands
Laust er til umsóknar starf lektors í búvísindum við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Framundan eru mörg spennandi verkefni til að bæta þekkingu á losun gróðurhúsalofttegunda frá búfé og ræktun í þeim tilgangi að undirbyggja losunarbókhald Íslands. Starfsmanninum er ætlað að vera einn af leiðtogum LbhÍ í þeim störfum
Hlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Byggja upp alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir á sviði losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaðarstarfsemi
- Birta ritrýndar vísindagreinar, afla rannsóknarstyrkja og taka virkan þátt í alþjóðlegu og innlendu samstarfi
- Kennsla og þróun námskeiða á grunn- og framhaldsstigi
- Leiðbeina nemendum í rannsóknaverkefnum
- Taka virkan þátt í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan skólans
Hæfniskröfur
- Doktorspróf í raunvísindum sem tengjast búvísindum og/eða loftslagsrannsóknum
- Umsækjandi hafi birt rannsóknir sínar á viðurkenndum vettvangi og hafi skýra framtíðarsýn á rannsóknum og þróun fræðasviðsins
- Reynsla af kennslu og áhugi til fjölbreyttrar þekkingarmiðlunar á fræðasviðinu
- Reynslu af þátttöku í rannsóknarverkefnum og öflun rannsóknastyrkja
- Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
- Þekking á íslenskum landbúnaði æskileg
- Reynsla af stjórnunarstörfum við háskóla er æskileg
- Íslenskukunnátta er æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.04.2023
Nánari upplýsingar veitir
Þóroddur Sveinsson, Deildarforseti -
Guðmunda Smáradóttir, Mannauðs- og gæðastjóri -