Leitað ljósmynda úr gamla fjósinu á Hvanneyri – Halldórsfjósi

Um þessar mundir er verið að undirbúa gamla fjósið á Hvanneyri – Halldórsfjós – fyrir Landbúnaðarsafn sem brátt mun flytja þangað inn. Ætlunin er að halda 80 ára sögu byggingarinnar sem fjóss til haga og kynna hana í framtíðinni eftir því sem við á.

Fjöldi nemenda hefur átt leið um fjósið í tímanna rás, m.a. til mjaltanáms, að læra kúadóma og margt fleira. Margir þeirra hafa síðan gerst bændur. Með erindi þessu er leitað eftir góðum ljósmyndum úr fjósinu á Hvanneyri sem gamlir nemendur kunna að eiga í fórum sínum.  Allt kemur til greina. Sé ekki um „kópíeraðar“ ljósmyndir að ræða er gott að fá af þeim rafræn (skönnuð) afrit (300 punkta eða meira, stærri en 1 MB svo nota megi í sýningarefni). Með þurfa að fylgja sem gleggstar upplýsingar um myndefnið, og þá sérstaklega nöfn þeirra manna sem á myndunum kunna að sjást.

Við biðjum ykkur bregðast við þessu erindi sem fyrst. Sendið heldur fleiri en færri ljósmyndir ef um það er að velja. Myndirnar má senda á rafpóstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   Líka má hringja í síma LbhÍ 430 5000 (Bjarni Guðmundsson eða Þórunn Edda Bjarnadóttir).

Með þökkum og kveðju

Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image