Um þessar mundir er verið að undirbúa gamla fjósið á Hvanneyri – Halldórsfjós – fyrir Landbúnaðarsafn sem brátt mun flytja þangað inn. Ætlunin er að halda 80 ára sögu byggingarinnar sem fjóss til haga og kynna hana í framtíðinni eftir því sem við á.
Fjöldi nemenda hefur átt leið um fjósið í tímanna rás, m.a. til mjaltanáms, að læra kúadóma og margt fleira. Margir þeirra hafa síðan gerst bændur. Með erindi þessu er leitað eftir góðum ljósmyndum úr fjósinu á Hvanneyri sem gamlir nemendur kunna að eiga í fórum sínum. Allt kemur til greina. Sé ekki um „kópíeraðar“ ljósmyndir að ræða er gott að fá af þeim rafræn (skönnuð) afrit (300 punkta eða meira, stærri en 1 MB svo nota megi í sýningarefni). Með þurfa að fylgja sem gleggstar upplýsingar um myndefnið, og þá sérstaklega nöfn þeirra manna sem á myndunum kunna að sjást.
Við biðjum ykkur bregðast við þessu erindi sem fyrst. Sendið heldur fleiri en færri ljósmyndir ef um það er að velja. Myndirnar má senda á rafpóstfangið
Með þökkum og kveðju
Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri