Forstöðumaður Landgræðsluskólans ber ábyrgð á stjórnun, stefnumótun og rekstri skólans, sem og gæðum og skipulagningu náms sem skólinn stendur fyrir.
Landgræðsluskólinn hefur gengið undir nafninu Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Frá upphafi árs 2020 starfar skólinn undir hatti UNESCO sem hluti af Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem einnig er nefnd GRÓ. Landgræðsluskólinn er hýstur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar í nánu samstarfi við Landgræðsluna.
Markmið skólans er að þjálfa sérfræðinga sem starfa á stofnunum á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar í samstarfslöndum skólans í Afríku og Mið-Asíu. Skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og er kostaður af opinberum fjármunum utanríkisráðuneytisins til þróunarsamvinnu. Stærsta verkefni skólans ár hvert er 6 mánaða þjálfun á Íslandi fyrir starfandi fagfólk í samstarfslöndunum þar sem mikil áhersla er lögð á hagnýtingu þekkingar.
Nánari upplýsingar er að finna hér