LbhÍ tekur þátt í viljayfirlýsingu í tengslum við stofnun rannsókna- og nýsköpunarseturs

Í gær undirritaði Ragnheiður Þórarinsdóttir rektor viljayfirlýsingu ásamt fulltrúum sextán aðila,  um rannsókna- og nýsköpunarsetur og samvinnurými á Breið Akranesi. En Akraneskaupstaður og útgerðafélagið Brim hafa tekið höndum saman og stofnað félag til uppbyggingar á svæðinu sem er  ætlað að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar.

Markmið aðila er að skapa umhverfi þar sem miðlun ólíkrar þekkingar á sviði tækni, umhverfismála og lýðheilsu  muni stuðla að rannsóknum og nýsköpun í fremstu röð sem muni leysa úr ólíkum áskorunum og vandamálum sem að heiminum steðja.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er sérlegur verndari verkefnisins. Lagði hún áherslu á mikilvægi þess að vera með skýra stefnu og sýn inn í komandi tíma. En það er í takti við þá vinnu sem unnin hefur verið innan LbhÍ að undanförnu.

„Við þurfum að hlúa að nýsköpun og leggja okkur fram um að skapa henni umhverfi þar sem miðlun ólíkrar þekkingar og sköpun geta blómstrað. Með þessari viljayfirlýsingu eru stigin stór skref fyrir nýsköpunarumhverfið og atvinnulífið á Vesturlandi og ekki síst fyrir markmiðin um störf án staðsetningar. Það er mér sannur heiður að fá að vera verndari verkefnisins,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Við athöfnina í gær var fjöldi aðila úr atvinnu, nýsköpunar- og rannsóknarumhverfinu. Auk Ragnheiðar rektors LbhÍ,  var Jón Atli rektor HÍ, Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst, fulltúrar frá SSV, Matís, Auðnu tæknitorgs og fjölda annarra. Viðburðurinn hefur fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun sem má m.a. finna hér að neðan.

https://www.mbl.is/…/02/hefjast_handa_vid_mikla_uppbyggingu/

https://www.ruv.is/…/17-adilar-ad-starfsemi-nyskopunarsetur…

https://www.visir.is/…/stofnun-ny-skopunar-seturs-muni-skap…

https://www.akranes.is/…/akraneskaupstadur-og-brim-stofna-t…

http://skagafrettir.is/…/kraftmikid-throunarfelag-sett-a-l…/

Ragnheiður I Þórarinsdóttir rektor LbhÍ, Jón Atli rektor HÍ og Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image