Meistaranám í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands vekur okkur til umhugsunar um línurnar í landinu. Fólki gefst tækifæri á að leika sér með hæðarlínur í sérsmíðuðum hæðalínu-kassa. Sýningin verður í gamla Landssímahúsnæðinu við Austurvöll og stendur til 26. mars. Sjá viðburð á síðu Hönnunarmars.
Mikilvægt er að þekkja hæðarlínur og hanna mannvirki sem taka tillit til landslagsins. Námsbrautin í skipulagsfræði hjá Landbúnaðarháskóla Íslands hefur útbúið hæðalínukassa (e. Augmented reality sandbox). Tilgangurinn með hæðalínukassanum er að hjálpa almenningi að skilja hæðalínur og hvernig má nota þær við skipulagsgerð og mannvirkja hönnun. Hæðalínukassar eru sérstaklega gerðir til þess að sýna á þrívíðan, áþreifanlegan og jafnframt skemmtilegan hátt hvernig hæðalínur virka. Hæðalínukassar sem þessir hafa verið settir upp víða um heim og hafa notið mikilla vinsælda meðal almennings.