LbhÍ og Borgarbyggð í verkefnasamstarf

Borgarbyggð og Landbúnaðarháskóli Íslands gerðu með sér nýjan samstarfssamning í gær um afmörkuð verkefni starfsmanna og nemenda umhverfisskipulagsbrautar skólans sem tengjast Borgarbyggð. Það voru þau Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar og Helena Guttormsdóttir námsbrautarstjóri umhverfisskipulags við Lbhí sem undirrituðu samninginn.

Markmið samstarfsins eru fjölbreytt og miðar að því að efla tengsl skólans og sveitarfélagsins. Til dæmis skuldbindur Borgarbyggð sig til að sýna velvilja fyrir að starfsmenn og nemendur umhverfisskipulagsbrautar geti unnið námsverkefni um afmörkuð svæði í sveitarfélaginu, t.d. með upplýsingagjöf og aðgengi að kortagrunnum. Á móti ætla kennarar umhverfisskipulagsbrautar að leggja sig fram um að kynna vel þau verkefni sem unnin eru í sveitarfélaginu, t.d. með opnum fundum, og veita starfsfólki sveitarfélagsins á sviði umhverfis- og skipulagsmála fræðslu og kynningu á ýmsum málum sem tengjast fagsviðinu. Samningurinn tekur strax gildi en hann rennur út í árslok 2015.

Á aðalmynd má sjá starfsmenn LbhÍ og Borgarbyggðar sem voru viðstaddir undirritunina, en hér fyrir neðan eru þau Páll og Helena að undirrita samninginn.

Háskóli Íslands

 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image