„LbhÍ hefur miklu að miðla í alþjóðlegum verkefnum“

Út er komin skýrsla EcoJobs en verkefnið hefur staðið yfir síðastliðin tvö ár. EcoJobs er samstarfsverkefni í Leonardo starfsmenntaáætluninni og voru þátttakendur landbúnaðartengdir starfsmenntaskólar í fjórum löndum: Íslandi, Finnlandi, Englandi og Frakklandi. Auk þess var leitað eftir landbúnaðar- og dreifbýlistengingu með þátttöku frá fólki búsettu á landsbyggðinni.

Því varð Sveitaverkefnið”– sjálfsefling samfélags frá Hítará að Hellnum, aðili að þessu samstarfsverkefni. Markmið EcoJobs var að efla þekkingu, auk þess að kveikja áhuga á sjálfbærum verkefnum og viðfangsefnum í dreifbýli. Boðið var upp á ýmsar vinnusmiðjur, vettvangsferðir, námskeið og verkefni tengd EcoJobs verkefninu. Auk þess sem reynt var að efla samfélagið, auka samstarf og samkennd fólks og hvetja til góðra verka.

Ragnhildur Sigurðardóttir var verkefnastjóri fyrir hönd LbhÍ. Hún segir að vel hafi tekist að virkja starfsmenntabrautir LbhÍ í þessu samstarfi. Á Reykjum voru meðal annars unnin umhverfisvæn nemendaverkefni í samstarfi við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands. Það að hafa sérstakan þátttakanda frá atvinnulífinu hafi gefið nýja möguleika í verkefninu. Ragnhildur segir að samstarfið við erlendu aðilana hafi gengið mjög vel og að Landbúnaðarháskólinn hafi miklu að miðla í alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem þessu.  

Skýrsluna er hægt að nálgast hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image