LbhÍ á Vísindavöku 2013: Dýrabeinafornleifafræði og erfðaefni úr jarðarberjum

Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á Vísindavöku, en hún er haldin samtímis um alla Evrópu síðasta föstudag í september til heiðurs evrópskum vísindamönnum. Í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á nokkur Vísindakaffi. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi.
 
Vísindavaka 2013 verður haldin föstudaginn 27. september í Háskólabíói. Vísindavakan verður sett kl. 17:00 og henni lýkur kl. 22:00. Albína Hulda Pálsdóttir, dýrabeinafornleifafræðingur,  og Hrannar Smári Hilmarson, meistaranemi, verða fulltrúar Landbúnaðarháskóla Íslands á Vísindavöku.

Albína mun kynna rannsóknir Auðlindadeildar á uppruna íslensku húsdýrastofnanna með fornDNA og dýrabeinafornleifafræði sem nú er unnið að. Hægt verður að skoða hauskúpur úr nautgripum, kindum og hestum og börnin geta spreytt sig á fornleifauppgreftri.
Hrannar ætlar að einangra erfðaefni (DNA) úr jarðarberjum. Til verksins verða notaðir einföld hráefni sem finna má  á hverju heimili. Aðferðin er hættulaus en nokkur saklaus jarðarber munu fórna sér í þágu vísindanna. DNA sameindina er að finna í öllum frumum og er hún hættulaus. Aðferðin sem er beitt í þessu tilfelli gerir erfðaefnið, DNA sameindina, sýnilegt og áþreifanlegt. Einangrun erfðaefnis er mikilvægt ferli og fyrsta skrefið í öllum sameinda-erfðarannsóknum.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image