Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) er að auka og styrkja rannsóknaþjónustu háskólans og leitar að reynslumiklum og metnaðarfullum verkefnastjóra fjármála til að ganga til liðs við rannsókna- og alþjóðateymi háskólans. Um er að ræða mikilvægt hlutverk í rannsóknasamfélagi háskólans, þar sem nýr starfsmaður mun gegna lykilhlutverki við að veita stuðning og leiðsögn til að tryggja fjármögnun, uppgjör og stjórnun rannsóknaverkefna.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Vinna með rannsóknahópum LbhÍ við að þróa, samræma og leggja fram samkeppnishæfar styrkumsóknir innanlands sem erlendis
-
Veita sérfræðiráðgjöf og leiðsögn við undirbúning rannsóknaumsókna, með sérstaka áherslu á fjármál og áætlanagerð
-
Eftirfylgni með rannsóknaverkefnum, tryggja skilvirka umsýslu, rekstur og uppgjör verkefna og að kröfur um skýrslugerð séu uppfylltar
-
Náin samvinna með rannsókna- og alþjóðafulltrúa, og deildarforseta við að ná rannsóknamarkmiðum deildar
-
Samvinna við rekstrarsvið og fjármálastjóra um fjárhagslegt uppgjör og eftirfylgni verkefna. Þátttaka í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan háskólans.
Hæfniskröfur
-
MSc í verkefnastjórnun eða sambærilegum greinum
-
Umfangsmikil reynsla af stjórnun alþjóðlegra rannsóknaverkefna með áherslu á Horizon
-
Umfangsmikil reynsla af áætlanagerð og fjárhagslegu uppgjöri verkefna
-
Framúrskarandi færni ritaðri og munnlegri ensku
-
Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Með umsókn þarf að fylgja:
-
Ferilskrá
-
Afrit af prófskírteinum
-
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Við ráðningu í störf við LbhÍ er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.10.2025
Nánar á starfatorg.is
Nánari upplýsingar veitir
Christian Schultze,
Sími: 433 5000
Guðmunda Smáradóttir,
Sími: 433 5000