Laus störf við LbhÍ: Umsóknarfrestur rennur út 5. desember

Eftirfarandi störf við Landbúnaðarháskóla Íslands eru laus til umsóknar:

Umsjónarmaður Reiðmannsins við Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða starfsmann við starfs- og endurmenntunardeild skólans til að hafa yfirumsjón með Reiðmanninum, sem er námskeiðaröð ætluð áhugafólki sem vill auka þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi og öðrum hestatengdum námskeiðum hjá Endurmenntun LbhÍ.  Um er að ræða 100% starf en viðkomandi þarf einnig að geta komið að annarri kennslu á vegum LbhÍ eftir því sem verkefni leyfa. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf þann 1. maí næstkomandi.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Hæfniskröfur:

  • Umsækjendur hafi háskólapróf í reiðkennslu eða sambærilega menntun. 
  • Breið þekking á íslenska hestinum, umhirðu hesta, hrossarækt og reiðmennsku er áskilin, sem og góð tölvufærni.
  • Veruleg reynsla í hestahaldi, tamningum, þjálfun hrossa og alhliða reiðkennslu er áskilin.
  • Áhersla er lögð á vandvirkni, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. 
  • Leitað er eftir einstaklingi sem er góður í að miðla þekkingu, vinna með markmiðasetningu, lipur í mannlegum samskiptum og hefur gott tengslanet innan hestaíþróttarinnar.

Umsóknarfrestur er til 3. apríl 2018. Umsóknir sendist til Örnu Garðarsdóttur Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnes, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Lárusdóttir  endurmenntunarstjóri í gsm 843 5308 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Markaðs- & kynningarstjóri við LbhÍ

Starfið felur í sér upplýsingagjöf, almenna stjórnsýslu varðandi kynningar, vefumsjón, umsjón með útgáfumálum og vinnu að almennri ásýnd Landbúnaðarháskólans gagnvart nemendum, starfsfólki og almenningi. Starfið felur einnig í sér ýmis sértæk árstíðarbundin verkefni í samráði við viðeigandi hagsmunaaðila hverju sinni.

Um er að ræða, áhugavert og fjölbreytt starf sem reynir á nákvæmni, samskiptahæfni, fagmennsku, miklum samskiptum og samvinnu við starfsmenn og nemendur skólans. Landbúnaðarháskólinn er á tveimur skólastigum framhaldsskóli og háskóli og sinnir markaðs & kynningarstjóri báðum sviðum. Aðalstöðvar skólans er á Hvanneyri í Borgarfirði en skólinn starfar einnig á Keldnaholti í Reykjavík og á Reykjum í Ölfusi við Hveragerði.

Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2018. Starfsstöðin er á Hvanneyri í Borgarfirði og með einhverri viðveru á öðrum starfsstöðvum. Næsti yfirmaður er rektor.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Sveigjanleiki og geta til þess að vinna sjálfstætt og í teymi.
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Reynsla af skrifstofustörfum og þekking og/eða reynsla af verkefnastjórnun er æskileg.
  • Skipulögð, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, frjó hugsun, rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Þekking á háskólaumhverfinu og opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á samfélagsmiðlum og þekking á adobe forritum

Umsókn skal fylgja

  • Ítarleg náms- og starfsferilskrá.
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2018

Frekari upplýsingar um starfið veitir Arna Garðarsdóttir, mannauðsstjóri, í síma 433-5000 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknir og fylgigögn skal senda rafrænt til Örnu Garðarsdóttur, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi.

 

Verkefnisstjóri á sviði rannsókna og alþjóðamála

Laus er til umsóknar 80% staða rannsóknarstjóra við LbhÍ sem jafnframt sinnir verkefnum alþjóðafulltrúa.

Í starfinu felst aðstoð við gerð styrkumsókna starfsmanna LbhÍ í innlenda og erlenda samkeppnissjóði,  hafa yfirlit yfir þau rannsóknar- og samstarfsverkefni sem eru í gangi við skólann og hafa umsjón með framtali akademískra starfa og afkastahvetjandi þátta starfsmanna. Mikilvægt er að verkefnisstjórinn vinni í nánu samstarfi við aðrar rannsóknarstofnanir og háskóla. Jafnframt mun verkefnisstjórinn aðstoða nemendur og starfsmenn sem vilja komast í skiptinám eða starfsmannaskipti við erlenda skóla og annast fyrirspurnir og móttöku erlendra nemenda, kennara og annarra gesta. Verkefnisstjórinn mun einnig sjá um samskipti og skýrsluhald vegna Nova, Nordplus og Eramus verkefna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Framúrskarandi samstarfshæfni og lipurð í samskiptum er algjört skilyrði
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi á sviði sem tengist starfssemi skólans
  • Víðtæk reynsla af gerð styrkumsókna í samkeppnissjóði
  • Reynsla af erlendu rannsóknarsamstarfi
  • Framúrskarandi tungumálakunnátta og þjónustulund
  • Góð þekking á Rannís og styrkjakerfi evrópusambandsins er kostur

Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf sem fyrst og eigi síðar en 1. ágúst 2018.

Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Örnu Garðarsdóttur, mannauðsstjóra í síma 433 5000 eða með tölvupósti (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)

Umsóknarfrestur er til 9.april 2018.

Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Arna Garðarsdóttir Ásgarði – 311 Hvanneyri eða í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ferilsskrá og kynningarbréf þar sem m.a. koma fram upplýsingar um samskiptahæfni umsækjanda og reynsla af vinnslu styrkumsókna.

Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Verkefnastjóri á kennsluskrifstofu LbhÍ

Verkefnastjóri á kennsluskrifstofu hefur yfirumsjón með nemendagörðum LbhÍ á Hvanneyri og sinnir þess að auki öllum tilfallandi verkefnum á kennsluskrifstofu. Sem dæmi má nefna,  þjónustu við nemendur, stundatöflugerð, prófundirbúning, nemendabókhald og móttöku umsókna.

Hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á skólastarfi
  • Mjög góð þekking á nemendabókhaldskerfinu Ugla og kennslukerfinu Moodle
  • Góð almenn tölvukunnátta, m.a. á forritin Word, Outlook og Excel
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í starfi og frumkvæði
  • Þekking á starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands afar æskileg

Starfstöð er á Hvanneyri og er upphaf ráðningar 1. júní 2018.

Upplýsingar um starfið veitir Álfheiður Marinósdóttir kennslustjóri sími: 433-5020, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 25. mars. Umsóknir berist til Örnu Garðarsdóttur mannauðsstjóra This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image