Kennari og aðjúnkt í rekstrartengdum fögum

Laus störf - Kennari og aðjúnkt í rekstrartengdum greinum

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir því að ráða áhugasaman og metnaðarfullan kennara og aðjúnkt til að sinna kennslu í bókhaldi og rekstrartengdum fögum, einkum í búfræði (tveggja ára nám á framhaldsskólastigi) en einnig á háskólasviði. Auk þess gæti viðkomandi komið að tilfallandi greiningarvinnu og rannsóknarverkefnum innan LbhÍ.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með áföngum, kennslu, námsgögnum og skipulagi
  • Skipulag verklegrar kennslu og verkefna
  • Námsmat nemenda
  • Þátttaka í uppbyggingu og þróun náms- og skólastarfs

Hæfniskröfur

  • BS próf í búvísindum, viðskiptafræði, hagfræði eða sambærileg menntun
  • MS próf æskilegt
  • Búfræðipróf æskilegt
  • Hagnýt reynsla og þekking á ýmsum sviðum landbúnaðar er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 05.09.2022

Nánari upplýsingar

  • Þóroddur Sveinsson, Deildarforseti - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 433 5000
  • Guðmunda Smáradóttir, Mannauðs- og gæðastjóri - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 433 5000

Smelltu hér til að sækja um starfið gegnum starfatorg.is 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image