Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan starfsmann til afleysingakennslu í búfræði skólaárið 2019-2020

Laus störf í boði

Afleysingakennari í búfræði Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan starfsmann til afleysingakennslu í búfræði skólaárið 2019-2020 við Starfs- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Búfræði er tveggja ára nám á framhaldsskólastigi með námslok á hæfniþrepi 3. Þungamiðja námsins er á sviði búfjárræktar, jarðræktar og búrekstrar. Markmið búfræðináms er að auka þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf. Áhersla er einnig lögð á hvers kyns nýsköpun í búrekstri og nýtingu landsins gæða með sjálfbærni að leiðarljósi. Um er að ræða fullt starf sem felur í sér m.a. bóklega og verklega kennslu, samskipti við nemendur og samstarfsaðila.

Viðkomandi þarf því að hafa víðtæka þekkingu á landbúnaði. Viðkomandi þarf að hafa búfræðimenntun og háskólagráðu í búvísindum eða sambærilega menntun, auk reynslu af landbúnaðarstörfum og kennslu. Starfsstöð kennara í búfræði er á Hvanneyri. Mikilvægir eiginleikar í starfinu eru m.a. frumkvæði, faglegur metnaður, skipulagshæfileikar og samskiptahæfni, auk ríks vilja til að vinna með ungu fólki í skapandi umhverfi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðríður Helgadóttir (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) í síma 8435314. Umsóknarfrestur er til 24. júní nk. en viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2019. Umsóknir skulu sendar til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Örnu Garðarsdóttur, Ásgarði, Hvanneyri 311 Borgarnes eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image