Lektor í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands
Laust er til umsóknar starf lektors í landslagsarkitektúr við deild Skipulags og hönnunar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Byggja upp og innleiða alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir á sviði landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða
- Birta ritrýndar vísindagreinar, afla rannsóknarstyrkja og taka virkan þátt í alþjóðlegu og innlendu samstarfi
- Kennsla og þróun námskeiða á grunn- og framhaldsstigi
- Leiðbeina nemendum í rannsóknaverkefnum
- Taka virkan þátt í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu náms í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum
Hæfniskröfur
- Doktorspróf í landslagsarkitektúr eða skyldum greinum
- Reynsla af háskólakennslu, reynsla af stúdíókennslu æskileg
- Rannsóknarvirkni á fræðasviðinu, sjálfstæði og skýr framtíðarsýn
- Reynsla af þátttöku í rannsóknarverkefnum og öflun rannsóknastyrkja
- Góð samstarfshæfni, skapandi hugsun og lipurð í samskiptum
- Gott vald á ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
- Gott vald á íslensku, jafnt töluðu sem rituðu máli æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið, kynningarbréf þar sem m.a. koma fram upplýsingar um rannsóknaráherslur og hugmyndir um kennsluaðferðir/þróun þekkingarmiðlunar á sviðinu.
Athygli er vakin á því að samkvæmt reglum LbhÍ er rektor heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors strax við nýráðningu ef umsækjandi uppfyllir viðkomandi hæfnisviðmið.
Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023
Nánari upplýsingar veitir
Samaneh Sadat Nickayin, deildarforseti Skipulags- og hönnunar -
Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri -