Landsýn, vísindaþing landbúnaðarins, verður haldið í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri föstudaginn 8. mars 2013, kl. 9:30 til 17:00. Að Landsýn standa eftirfarandi stofnanir: Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Matvælarannsóknir Íslands (Matís), Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun. Þessi ráðstefna skiptist í neðangreindar þrjár málstofur: Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun; hvað hefur gerst og hvað getur gerst, Ástand og nýting afrétta, Sjálfbær ferðaþjónusta og heimaframleiðsla matvæla.
LNú þegar hafa borist ágrip af nokkrum erindum og hugmyndir að öðrum. En betur má ef duga skal. Hér með er auglýst eftir titlum að erindum sem falla undir efni þessara málstofa. Frestur til þess að skila inn titlum er til 25. janúar og skulu þeir sendir á netfangið
Ágripin verða birt eftir ráðstefnuna í vefritinu Skrínu sem Ása L. Aradóttir (LbhÍ) ritstýrir. Höfundum býðst einnig að fá birta þar ritstýrða grein eða ritrýnda grein.