Landbúnaðarháskóli Íslands og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins undirrita samkomulag um samstarf

Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands undirrituðu í dag samkomulag um samstarf RML og LbhÍ.

Stofnanirnar hafa á undanförnum árum átt í góðu samstarfi um málefni búgreina og sérstakra faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál. Verkefnin eru á sviði ráðgjafar, kennslu, rannsókna og nýsköpunar. Starfsfólk RML kemur m.a. að kennslu hjá LbhÍ og faghópar stofnananna hittast á árlegum fundi til að leggja grunn að samstarfsverkefnum næsta árs. Slíkur ráðunautahópur var haldinn í gær og í dag með fjölda áhugaverðra erinda um verkefni sem eru í gangi. Á næsta starfsári er sérstaklega stefnt að aukinni samvinnu í kynbótum búfjár, bútækni, umhverfis- og loftslagsmálum.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image