Læra um íslenska skóginn og afurðir hans

Síðustu þrjú ár hefur Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) tekið þátt í alþjóðlegu verkefni sem nefnist Teach me wood. Auk LbhÍ taka níu aðrar Evrópuþjóðir þátt í verkefninu en yfirmarkmið þess er að nemendu og kennarar frá löndunum heimsæki samstarfsaðila og fái innsýn inn í menningu, sögu og skógfræði hvers lands fyrir sig og þá með það fyrir augum hvernig við nýtum skógarafurðir á hverjum stað fyrir sig.

Hvert land hefur nú haldið vinnusmiðjur í sínu landi og er sú níunda og síðasta haldin þessa dagna hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi. Hingað til lands komu 42 nemendur og kennarar frá samstarfslöndunum sem eru; England, Tyrkland, Eistland, Þýskaland, Króatía, Slóvakía og Frakkland.

Háskóli Íslands

Á þessum árum sem verkefnið hefur staðið yfir hafa 24 nemendur og kennarar frá Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum tekið þátt í vinnusmiðjum á Englandi, í Eistlandi, Króatíu, Slóvakíu og Frakklandi.

Á hverri vinnusmiðju voru unnin ýmis verkefni í tengslum við skógarafurðir eins og t.a.m. lítill trékistill, fuglinn hegri tálgaður út í við, þverslaufa, pennastatíf og skornar út öndvegissúlur með keðjusög í Eistlandi. Þá er mikil áhersla lögð á að þátttakendur kynnist hverjum skóla vel og ekki síður nærumhverfinu. Farið er í heimsóknir í fyrirtæki sem tengjast á einn eða annan máta viðarvinnslu, kíkt er á söfn sem huga að byggingarlist, húsbúnaði eða öðrum munum úr við. Inn á milli er svo bætt við þjóðlegri menningu sem nóg er af í hverju landi fyrir sig.

Háskóli Íslands

Hópurinn sem nú dvelur á Reykjum mun fá kennslu hjá Guðjóni Kristinssyni í torfhúsagerð og þá aðallega horft á það hvaða hlutverki rekaviður gegndi í fornri byggingarhefð hjá okkur. Þá mun hópurinn læra að tálga og lesa í skóginn hjá Ólafi Oddssyni og eins mun hópurinn fara með Björgvini Erni Eggertssyni um Reykjaskóginn og upplifa skógrækt sem nytjaskóg á Íslandi.

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Alþjóðlegt samstarf eins og þetta verkefni er mjög mikilvægt fyrir skóla eins og Landbúnaðarháskólann. Tækifæri skapast fyrir kennara til að sækja aðra skóla, læra um mismunandi kennsluaðferðir, sjá hvað aðrir kennarar og nemendur eru að fást við og ekki síst að upplifa aðra menningu. Fyrir nemendur er þetta einnig ómetanleg reynsla, oft á tíðum er farið á staði sem eru utan hinna hefðbundnu sumarleyfisferða frá Íslandi og því upplifun sem nemendur búa að fyrir lífstíð.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image