Velkomin á Háskóladaginn 1. mars í Reykjavík

Við tökum vel á móti þér á Háskóladeginum þar sem nemendur og starfsfólk svara spurningum um námið og lífið í LBHÍ. Öll Velkomin!

Kynning á háskólanámi á Íslandi

Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi sem koma saman og kynna grunnnám sitt og byrjar í Reykjavík laugardaginn 1. mars milli kl 12 og 15.

 

Háskólarnir á höfuðborgarsvæðinu opna dyr sínar og verðum við í LBHÍ á staðnum að kynna allar grunnnámsleiðir okkar. Við erum staðsett á neðri hæð Háskólatorgs í HÍ. Þar taka á móti gestum nemendur og starfsfólk okkar sem svara spurningum um námið og lífið í LBHÍ. Í húsakynnum LHÍ í Stakkahlíð verður kynning á námi í landslagsarkitektúr og einnig verðum við með viðveru í húsakynnum HR.

Háskóladagurinn er frábært vettvangur fyrir verðandi stúdenta að kynna sér möguleika á öllu námi sem í boði er á einum stað, spjalla við nemendur og starfsfólk og kynnast háskólalífinu frá fyrstu hendi.

 

Í framhaldi af Háskóladeginum í Reykjavík verður farið á þrjá aðra staði á landinu þar sem hægt verður að hitta alla háskólana.

  • Höfn 10. mars kl. 11.30-13.00 
    Allir háskólar kynna í Framhaldsskólanum Austur-Skaftafellssýslu
  • Egilsstaðir 11. mars kl. 11.30-13.00
    Allir háskólar kynna í Menntaskólanum á Egilsstöðum
  • Akureyri 12. mars kl. 11.00-13.00
    Allir háskólar kynna í Háskólanum á Akureyri

Á vef Háskóladagsins má finna allar helstu upplýsingar um Háskóladaginn. Þá er á vefnum að finna yfirlit yfir allt nám á öllum stigum sem í boði er við háskóla landsins. Þá býður leitarvélin á vefnum fólki upp á að setja inn áhugasvið í orði og hún finnur öll nám sem eiga við.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image