Út er komið rit LbhÍ nr 173: Kortlagning skurða – Nýir skurðir og horfnir skurðir. Höfundar: Fanney Ósk Gísladóttir, Jón Guðmundsson, Sigmundur Helgi Brink og Björk Lárusdóttir

Út er komið rit LbhÍ nr 173: Kortlagning skurða – Nýir skurðir og horfnir skurðir. Höfundar: Fanney Ósk Gísladóttir, Jón Guðmundsson, Sigmundur Helgi Brink og Björk Lárusdóttir

Kortlagning skurða á Íslandi: Nýjar niðurstöður

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur lokið nýrri kortlagningu skurða landsins, sem byggir á loftmyndum frá 2018–2019 og eldri gögnum frá 2009. Uppdrátturinn er hluti af skuldbindingum Íslands gagnvart Loftlagssamningi Sameinuðu þjóðanna, en framræst land losar mikið af gróðurhúsalofttegundum.

Nýja kortið sýnir samtals 32.377 km af skurðum, þar af eru 1.428 km nýir frá fyrri uppdrætti, en 292 km af skurðum hafa horfið. Þessar breytingar voru greindar með samanburði loftmynda og gervihnattagagna, auk upplýsinga frá aðilum sem vinna að endurheimt votlendis.

Kortið verður áfram uppfært reglulega eftir því sem ný gögn berast um framræslu og endurheimt votlendis.

Niðurstöðurnar eru að finna í ritröð LbhÍ nr 173

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image