Árið 2024 reyndist vera eitt erfiðasta kornræktarsumar síðari ára. Veturinn 2023-2024 var harður, sem seinkaði sáningu um allt land. Fyrstu tilraunasáningar fóru fram í Gunnarsholti 30. apríl, en þær síðustu ekki fyrr en 17. maí á Hvanneyri. Kalt og rakt sumar með fáum sólskinsstundum hafði veruleg áhrif á uppskeru, en í ágúst mældist frost á nokkrum stöðum, sem dró úr gæðum kornsins.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst að tryggja uppskeru, sem má þakka framfarum í ræktunartækni og plöntukynbótum. Í nýútgefinni skýrslu um bygg- og hafratilraunir ársins er farið yfir helstu niðurstöður úr samanburðar- og áburðartilraunum, ásamt samantekt uppskerutalna síðustu ára. Þar er lögð áhersla á mikilvægi heildarniðurstaðna yfir lengri tímabil frekar en stakar tilraunir.
Sáðvöruinnflytjendum og bændum sem lögðu til land og aðstoð fyrir tilraunirnar eru færðar sérstakar þakkir. Þeir sem vilja kynna sér niðurstöðurnar nánar geta fundið frekari upplýsingar í skýrslunni.
Skýrslan er nr. 177 í Ritröð LbhÍ