Kólumbía könnuð í fjölmennri Erasmus+ námsferð

Hópurinn stillti sér upp í myndatöku. Mynd Alejandro Salazar Villegas

Kólumbía könnuð í fjölmennri Erasmus+ námsferð

Undanfarnar vikur hefur 15 manna hópur meistaranema og kennara frá LBHÍ, HÍ og HA tekið þátt í Erasmus+ starfsnámi í Kólumbíu. Alejandro Salazar Villegas dósent og Isabel C. Barrio prófessor skipulögðu námsferðina Tundra meets the Páramo og kenndu ásamt Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur frá HÍ  og Adriana Sánchez frá Universidad del Rosario.

Markmið námskeiðsins var að bera saman áhrif loftslagsbreytinga á háhitasvæði í Kólumbíu og kaldari vistkerfi Íslands. Nemendur unnu að lífeðlisfræðilegum mælingum á plöntum, beit, jarðvegsferlum og líffræðilegri fjölbreytni í Chingaza þjóðgarðinum og Nevados þjóðgarðinum, undir leiðsögn vísindamanna frá Universidad del Rosario og EIA háskólanum.

Unnið að mælingum. Mynd Alejandro Salazar Villegas

 

Frá Íslandi voru  9 nemendur frá LBHÍ og þrír kennarar, einn nemi frá HÍ og einn kennari og einn nemi frá HA. Frá Del Rosario háskólanum í Bogóta einn kennari og fjórir nemendur á eigin vegum og frá  EIA háskólanum í Medellín tveir kennarar og 1 samstarfsaðili á eigin vegum auk tveggja nemenda á eigin vegum. Maylin Gonzalez, frá Humboldt Institute, hélt gestafyrirlestur og The Botanical garden í Bogotá bauð hópnum í fræðsluheimsókn.

Hópurinn á toppnum. Mynd Alejandro Salazar Villegas

 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image