Kennsluakademía opinberu háskólanna í samstarfi við Kennslumiðstöð Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri halda Kennsludaga vikuna 11.-15. mars næstkomandi. Markmiðið er að efla samtal um mikilvægi samskipta, kennslu og kennsluþróun á háskólastigi.
Margvíslegir og fjölbreyttir viðburðir verða í boði á borð við vinnustofu, fyrirlestra, kennsluheimsóknir og kennslukaffi í samstarfi við Stúdentaráð.
Vefurinn „góð kennsla“ verður opnaður og kynntur.
Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands verður með erindi um mikilvægi félagslegrar samvistar.
Fræðimaðurinn dr. Peter Felten frá Elon háskóla í Bandaríkjunum kemur til landsins. Felten er prófessor í sagnfræði, framkvæmdastjóri miðstöðvar um virkni í námi og kennslu sem og aðstoðarforstöðumaður kennslumiðstöðvar við sama skóla. Hann mun meðal annars stýra vinnustofu sem byggist á alþjóðlegri áherslu á fræðimennsku í kennslu (Scholarship of teaching and learning eða SoTL) og pallborði í Hátíðarsal.
Nánar um ofangreinda viðburði:
Þriðjudagur, 12. mars, kl: 9-11:
Vinnustofa: SoTL með Peter Felten.
Vinnustofa um fræðimennsku í námi og kennslu. Setberg – hús kennslunnar. Stofa: Suðurberg, 3.hæð.
Fyrir hvern: alla kennara. Skráning fyrir HÍ fólk.
Miðvikudagur, 13. mars, kl: 14-16.
Fyrirlestur og pallborð: Tengslarík menntun með Peter Felten. Hátíðasalur Háskóla Íslands.
Fyrir hvern: Allt starfsfólk, nemendur og almenning. Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem hafa áhuga á kennslu og námi á háskólastigi og eru nemendur sérstaklega hvattir til að mæta. Að fyrirlestrinum loknum verða pallborðsumræður um mikilvægi tengsla í menntun í íslensku háskólakerfi.
Beint streymi verður af viðburðinum.
Fimmtudagur, 14. mars, kl: 12-13.
Erindi: Af hverju er mikilvægt að fólk komi saman í skólanum? - Mikilvægi félagslegrar samvistar fyrir fólk, fræði og samfélag,
Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði. Setberg – hús kennslunnar. Stofa: Suðurberg, 3. hæð.
Föstudagur, 15. mars, kl: 10.
Kaffispjall: Með nemendum í Bóksölu stúdenta.
Allir nemendur og kennarar velkomnir.
Föstudagur, 15. mars, kl: 12-13.
Viðburður/hybrid fundur: Háskólinn á Akureyri: Lifandi samskipti í fjarnámi.
Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M101 á Sólborg í Háskólanum á Akureyri. Þau sem eru stödd á staðnum geta sótt fyrirlesturinn í eigin persónu auk þess sem fyrirlestrinum verður streymt.
Flytjendur: Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar Háskólans á Akureyri, Helgi Freyr Hafþórsson, verkefnastjóri margmiðlunar og Valgerður Ósk Einarsdóttir, kennsluráðgjafi.
Streymt verður úr Setbergi – húsi kennslunnar í Suðurbergi á 3ju hæð.