Nemendur okkar og starfsfólk eru vel í stakk búið til að takast á við fyrirliggjandi verkefni. Það er skýrt markmið skólans að tryggja að ekki verði töf á framvindu náms og að nemendur stundi áfram námið með stafrænum hætti.

Kennsla verður færð á stafrænt form vegna samkomubanns

Í dag var lýst yfir samkomubanni sem mun taka gildi frá og með miðnætti aðfaranótt 15. mars og vara í fjórar vikur. Þetta er gert samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis til að hefta útbreiðslu kórónaveiru (COVID-19). Nemendur okkar og starfsfólk eru vel í stakk búið til að takast á við fyrirliggjandi verkefni. Það er skýrt markmið skólans að tryggja að ekki verði töf á framvindu náms og að nemendur stundi áfram námið með stafrænum hætti. 

Öll bókleg kennsla við Lbhí mun færast á rafrænt form frá og með mánudeginum 16. mars. Verið er að skoða úrlausnir varðandi próf og verklegt nám og munu koma upplýsingar um það um leið og þær berast. LBHÍ hefur undanfarið undirbúið að takast á við aukna notkun fjarlausna til kennslu, náms og lausna fyrir starfsfólk að vinna heima. Unnið er samkvæmt viðbragðsáætlun Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Mikilvægt er fyrir nemendur að fylgjast vel með tölvupósti sínum varðandi frekari upplýsingar, kennslu eða samskipti við kennara ásamt því að fylgjast vel með á uglu og heimasíðu skólans. 

Starfsstöðvar skólans verða ekki lokaðar en LBHÍ hvetur starfsfólk og nemendur til að fylgja fyrirmælum um sóttvarnir og nýta sér fjarlausnir til hópavinnu og eða funda og þeir sem hafa möguleika á að vinna heiman frá nýti sér það. Mötuneyti á Reykjum og Keldnaholti verða lokuð en á Hvanneyri verður takmarkað framboð (einingar).  Þeir sem koma á starfstöðvarnar eru hvattir til að fylgja fyrirmælum um sóttvarnir, gæta vel að sínum nánustu og styðja þá sem þurfa.

Búfjárbyggingar Landbúnaðarháskóla Íslands verða lokaðar og aðgangur óviðkomandi bannaður með öllu tímabundið. Gildir þetta um fjósið á Hvanneyri, fjárhúsin á Hesti og hestamiðstöðina á Mið-Fossum. Sama á við um gróðurhús á Reykjum. Nánari upplýsingar frá Bændasamtökunum er að finna hér.

Frekari upplýsingar koma um leið og þær berast. Upplýsingar verða sendar til nemenda og starfsfólks gegnum tölvupóst og fréttir hér á heimasíðu, uglu og samfélagsmiðlum skólans.

Nánari upplýsingar um almenn áhrif samkomubannsins eru á vef Almannavarna og er starfsfólk hvatt til að kynna sér þau vandlega. Einnig upplýsingasíðuna covid.is

Neyðarstjórn skólans mun funda reglulega og senda frekari upplýsingar um leið og þær berast. Hægt er að hafa samband við mannauðsstjóra This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með frekari spurningar eða rektor This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Fyrirspurnum vegna fjarlausna eða tölvumála má beina til kerfisstjóra This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image