Hanna Rún Ingibergsdóttir, tamningamaður og reiðkennari

Hanna Rún Ingibergsdóttir, tamningamaður og reiðkennari, hefur verið tilnefnd til knapaverðlauna ársins hjá Landssambandi hestamanna 2024

Kennari við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands tilnefnd til knapaverðlauna

Hanna Rún Ingibergsdóttir, tamningamaður og reiðkennari, hefur verið tilnefnd til knapaverðlauna ársins hjá Landssambandi hestamanna. Tilnefningin er í flokknum Gæðingaknapi ársins 2024. 

Það er skemmtilegt frá því að segja að Hanna Rún er kennari á námskeiðum hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands og hefur bæði kennt í Keppnisnámi reiðmannsins sem og á námskeiðum Reiðmannsins I, II og III. 

Við hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskólans óskum Hönnu Rún innilega til hamingju með þennan mikla heiður sem tilnefningin er og erum mjög stolt af því að hún hafi í gegnum tíðina komið að kennslu á námskeiðunum okkar. 

Þess má að lokum geta að opnað verður fyrir skráningar í Keppnisnám reiðmannsins í lok október  en námið er á áætlun á vormisseri. Nánari upplýsingar um Keppnisnámið og önnur námskeið Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands má finna á https://endurmenntun.lbhi.is/

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image