Hópurinn á Mið-Fossum þar sem aðstaða er til hestamennsku

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækir skólann ásamt þingflokki sínum

Á dögunum sótti Katrín Jakobsdóttir ásamt þingflokki sínum starfsstöð skólans á Hvanneyri heim. Byrjað var á kynningu í gestastofu friðlands fugla í Andakíl þar sem Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor bauð gesti velkomna og fór yfir stefnu skólans til framtíðar. Ragnhildur Helga Jónsdóttir brautarstjóri náttúru- og umhverfisfræðibrautar sagði frá gestastofunni og umhverfinu í kring en Hvanneyrarjörðin er staðsett í Andakíl sem er aðili að Ramsar sem er alþjóðasamning um verndun votlendis, sérstaklega sem lífsvæði fyrir fugla. Það er því einstakt tækifæri fyrir nemendur skólans sem og sérfræðinga að hafa nálægðina við háskólann og fjölbreytta náttúru og vistkerfi.

Hópurinn hélt svo yfir Ásgarð þar sem snæddur var hádegisverður í mötuneyti skólans og spjallað við nemendur og starfsfólk. Gestir skoðuðu bygginguna sem áður var heimasvist skólans og mötuneyti en hefur nú verið breytt í skólastofur, skrifstofur og vinnurými. Bjarni Diðrik Sigurðsson, brautarstjóri skógfræðibrautar og umsjónamaður meistaranáms við skólann, fór stuttlega yfir námsmöguleika ásamt því að kynna nýja alþjóðlega meistaranámsbraut skólans um umhverfisbreytingar á norðurslóðum en sú braut er samstarfsverkefni Háskólans í Helskinki og háskólans í Lundi. Brautin býður upp á hágæða rannsóknatengt framhaldsnám á fræðasviði umhverfisfræða ásamt hagnýtri reynslu á Grænlandi, Íslandi og á öðrum Norðurlöndum. Bjarni fjallaði einnig um rannsóknir við skólans og má þar nefna rannsóknir á Reykjum í Ölfusi á áhrifum hlýnunar á íslensk vistkerfi.

Heimsókninni lauk svo í hestamiðstöðinni á Mið-fossum þar sem skólinn er með aðstöðu til hestamennskutengda áfanga. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og var virkilega gaman að sýna fjölbreytta starfsemi skólans.

Snæddur var hádegisverður og spjallað við nemendur og starfsfólk
Gestastofa friðlands fugla í Andakíl kynnt
Fjölbreytt starfsemi skólans kynnt
Vinnusalur nemenda í landslagsarkitektúr og skipulagsfræði
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image