Karen Ósk Guðlaugsdóttir nýr deildarfulltrúi á kennsluskrifstofu

Karen Ósk Guðlaugsdóttir nýr deildarfulltrúi á kennsluskrifstofu

Karen Ósk Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin sem deildarfulltrúi á kennsluskrifstofu. Karen er með MS próf í kennslu samfélagsgreina og BS próf í kennslufræðum og hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 2017, síðast við Grundaskóla á Akranesi. Karen hefur þegar hafið störf og er með viðveru á kennsluskrifstofu á jarðhæð í Ásgarði, aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Karen mun sjá um þjónustu og upplýsingagjöf til nemenda og kennara ásamt vinnu við ýmis kerfi og gagnagrunna er varða nemendabókhald og skipulag kennslu.

Starfið á kennsluskrifstofu leggst virkilega vel í mig, það er gaman að spreyta sig í nýju umhverfi þar sem verkefnin eru mörg og fjölbreytt. Hér er líka einstaklega léttur og góður starfsandi og tekið vel á móti manni“ segir Karen Ósk um starfið.

Við bjóðum Karen Ósk innilega velkomna til starfa!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image