Jón Hallsteinn Hallsson, dósent í erfðafræði, hefur hlotið framgang í stöðu prófessors

Jón Hallsteinn Hallsson, dósent í erfðafræði, hefur hlotið framgang í stöðu prófessors

Jón Hallsteinn Hallsson dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur hlotið framgang í stöðu prófessors. Jón lauk B.Sc. prófi í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands vorið 1999 og doktorsprófi frá læknadeild árið 2006, en leiðbeinendur í doktorsverkefninu voru þeir Dr. Eiríkur Steingrímsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, og Heinz Arnheiter, vísindamaður við Bandarísku heilbrigðisstofnanirnar (NIH). Að loknu doktorsnámi hóf Jón störf við þá nýstofnaðan Landbúnaðarháskóla Íslands og hefur starfað þar síðan. Samhliða störfum sínum við LbhÍ hefur Jón kennt víða, meðal annars við HÍ og Listaháskóla Íslands. Rannsóknir Jóns hafa fyrst og fremst snúið að því að auka skilning okkar á aðlögun landbúnaðar að norðurslóðum með rannsóknum á bæði nytjaplöntum og -dýrum auk sjúkdómsvalda í landbúnaði.

Í rannsóknum sínum hefur Jón, ásamt fjölmörgum nemendum og öðrum samstarfsaðilum, beitt sameindaerfðafræðilegum aðferðum ásamt rannsóknum á svipgerðum plantna og dýra á bæði núlifandi einstaklingum en einnig á fornDNA, en með greiningum á fornDNA er markmiðið að öðlast aukinn skilning á upphaf landbúnaðar í Norður-Atlantshafinu og þeim ferlum sem áhrif höfðu á landnám. Jón er virkur í alþjóðlegu samstarfi og tekur þátt í fjölbreytilegum rannsóknarverkefnum frá rannsóknum á plöntusjúkdómum yfir í hross og sauðfé. Yfirlit yfir helstu rannsóknarniðurstöður Jóns má sjá hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image