Jón Grétar ráðinn kennsluforseti LbhÍ

Jón Grétar hefur verið ráðinn kennsluforseti við Landbúnaðarháskólann. Mynd aðsend.

Jón Grétar ráðinn kennsluforseti LbhÍ

Dr. Jón Grétar Sigurjónsson hefur verið ráðinn kennsluforseti við Landbúnaðarháskóla Íslands, LbhÍ. Jón Grétar er með doktorspróf í sálfræði frá National University of Ireland, Galway. Áður lauk hann BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands. Jón Grétar hefur undanfarin ár starfað sem kennslustjóri við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands þar sem hann hefur leitt umfangsmiklar skipulagsbreytingar, þar sem markmiðið var að einfalda starfsemi sviðsins og auka skilvirkni. Þá hefur Jón Grétar stýrt innleiðingu nýrra kennsluaðferða og tækni í kennslu með góðum árangri.

Ég hlakka mjög til að koma til starfa, kynnast fólkinu og starfseminni, vinna að auknum gæðum kennslu, sterkara alþjóðasamstarfi og samþættingu rannsókna og kennslu á öllum námsstigum.“ Segir Jón Grétar um upplifun sína af starfinu.

Áður starfaði Jón Grétar sem lektor við Caldwell University í New Jersey og þar á undan sem aðjúnkt við City College of New York. Jón Grétar er staðsettur á Keldnaholti sem og Hvanneyri og hóf störf í lok júní sl.

Við bjóðum Jón Grétar innilega velkominn til starfa!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image