Jódís Skúladóttir hefur verið ráðin sem deildarfulltrúi framhaldsnáms. Jódís er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Jódís sat á Alþingi sem þingmaður VG frá 2021-2024. Áður starfaði hún m.a. sem verkefnastjóri hjá Austurbrú, lögfræðingur hjá Hjallastefnunni, Umhverfisstofnun og Vinnueftirliti ríkisins.
„Mér líst ákaflega vel á starfið hjá LBHÍ. Ég er í fjölbreyttum verkefnum sem krefjast þess að ég kynnist innviðum skólans vel. Umhverfi og aðstaða bæði á Hvanneyri og á Keldnaholti er til fyrirmyndar og ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna.“
Jódís hóf störf fyrr á árinu og hefur umsjón með með allri umsýslu við framhaldsnám við skólann þjónustu við nemendur og kennara og starfsfólki því tengdu. Við bjóðum hana innilega velkomna til starfa!