Jan Axmacher nýr gestaprófessor við Landbúnaðarháskólann. Ljósmynd aðsend

Jan Axmacher nýr gestaprófessor við landbúnaðarháskóla Íslands

Við bjóðum Jan Axmacher velkominn til starfa sem gestaprófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) en hann hóf störf í byrjun maí. English below.

Jan er með doktorsgráðu í náttúruvísindum og viðbótarnám í vistkerfisfræði  frá Háskólanum í Bayreuth í Þýskalandi. Eftir ársdvöl sem nýdoktor við Háskólann við Hohenheim í Stuttgart flutti hann sig um set til Bretlands og hóf störf við University College London (UCL) sem dósent. Jan hefur mikinn áhuga á viðhaldi líffræðilegs fjölbreytileika og hefur stundað mikið af rannsóknum með áherslu á vistþjónustu, útbreiðsluvistfræði, skordýrafræði, innfluttar ágengar tegundir og almenn umhverfisvísindi. Jan hefur ferðast um allan heim vegna rannsókna sinna og starfa og má þar nefna Andesfjöll í Ekvador og eldfjallasvæða Austur Afríku. Í Austur Afríku vann hann að doktorsverkefni sínu þar sem hann bar saman fjölbreytileika plantna og náttfiðrilda, í fyrsta lagi í nálægð við fæðingarstað ömmu sinnar við Kilimanjaro fjall. Í annan stað við landbúnaðarhéruð á Bretlandseyjum og þriðja lagi við skóg- og landbúnaðarlendur í norðurhluta Kína. Síðustu tvo áratugi hefur hann stundað mest af sínum rannsóknum í Kína.

"Ég er mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Landbúnaðarháskólann sem gestaprófessor, þar sem mjög vel hefur verið tekið á móti mér. Ég sé að Ísland stendur frammi fyrir verulegum áskorunum vegna yfirvofandi umhverfisbreytinga, ekki síst vegna loftslagsbreytinga og nýju landnámi ágengra framandi tegunda. Ég hlakka til spennandi samstarfs við nýja samstarfsfélaga við LbhÍ og til þess að takast á við komandi áskoranir. Ennfremur að skoða möguleikana sem gætu opnast með breyttu loftslagi. Í ljósi áhuga míns á vistvænum vörnum í ræktun og öðrum jákvæðum áhrifum skordýra. Ég er einnig spenntur fyrir því að kynna mér betur aðstæður á Íslandi og hvernig íslenskir bændur nýta slíka vistþjónustu – sérstaklega í samhengi við gróðurhúsaræktun og garðyrkjuframleiðslu. Þá hef ég mikinn áhuga á hverskyns samstarfi og nýjum verkefnum sem skapa möguleika á að bæta núverandi framleiðslukerfi. Að lokum vonast ég vonast til þess að stofna til sterks samstarfs til framtíðar milli UCL og LbhÍ bæði í sambandi við rannsóknir sem og kennslu.“

---

We welcome Jan Axmacher to Agricultural University of Iceland as Adjunct Professor.

Jan holds a doctoral degree in Natural Sciences and a Diplom in Geoecology, both from the University of Bayreuth in his native Germany. After a year as Postdoc at the University of Hohenheim, Stuttgart, he joint University College London (UCL) in the UK, where he currently holds a position as Associate Professor. Jan is passionate about biodiversity conservation, but he has a broad research portfolio with interests in ecosystem services, macroecology, entomology, invasive alien species and general environmental sciences. His research has taken him around the world, from the Ecuadorian Andes and the volcanoes of Eastern Africa, where he completed a doctoral thesis on the diversity of plants and moths on Mt Kilimanjaro close to the birthplace of his grandmother, to UK farmlands and the forests and agricultural land of Northern China, where he has conducted most of his research in the last two decades.

“I am really excited to join LbhÍ as Adjunct Professor, where I have already had a very warm welcome. I see Iceland facing significant environmental challenges, not least due to the combined effects of climate change and an increasing number of successfully colonising alien invasive species. I hope to collaborate with my new colleagues at LbhÍ to address these challenges, but also to explore some of the opportunities that a changing climate might bring. Given my interests in biological pest control and pollination, I would also be very keen to learn more about how Icelandic farmers utilise these ecosystem services – particularly with regards to greenhouse agriculture – and would again be eager to collaborate on, and initiate, projects looking at opportunities to further optimize existing systems. I generally hope to initiate strong collaborative links both for future research and teaching between UCL and LbhÍ.”

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image