Jákvæð áhrif tegundablöndunar á uppskeru.

Ný grein um áhrif tegundafjölbreytni á uppskeru er komin út í tímaritinu Annals of Botany. Meðal höfunda greinarinnar eru fyrrverandi og núverandi starfsmenn skólans, þær Áslaug Helgadóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir og Þórey Ólöf Gylfadóttir en efni greinarinnar er hluti af doktorsverkefni Þóreyjar. Í þessari grein er lýst áhrifum tegundafjölbreytni og mis hárra áburðarskammta á uppskeru.

Markmiði rannsóknarinnar var að kanna hvort hægt sé að auka uppskeru, nýtni aðfanga og stöðugleika uppskeru milli ára með notkun gras og smára blandna samanborið við hreinrækt grasa. Fjórum tegundum,  vallarfoxgrasi, hávingli, rauðsmára og hvítsmára var sáð ýmist í hreinrækt sérhverrar tegundar eða í blöndur í mismunandi sáðhlutföllum. Áburðarliðir voru þrír, 20, 70 og 220 N ha-1ár-1. Greint er frá 5 ára niðurstöðum uppskeru einstaka tegunda auk samspils milli allra tegunda. Marktækt jákvætt samspil var milli tegunda öll árin hvort sem horft var til sérhvers árs eða meðaltals allra fimm áranna. Þannig gaf jöfn blanda allra fjögurra tegundanna (25% af hverri tegund) 71% meiri uppskeru við 20N en meðtal hreinrækta og 51% meiri uppskeru við 70N. Uppskeru hæsta blandan gaf 36% meiri uppskeru en uppskeru hæsta hreinræktin við 20N og 39% við 70N. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu líka jákvætt samspil milli tegunda við lága hlutdeild grasa eða smára. Auk þess vörðust blöndur betur illgresi samanborið við hreinræktir í öllum áburðarliðum.

Niðurstöðurnar sýna að eftir miklu er að sækjast með notkun gras og smárablandna.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image