Ragnheiður I. Þórarinsdóttir býður alla velkomna á Jafnréttisdaga háskólanna

Jafnrétti undir smásjánni á Jafnréttisdögum í háskólum landsins

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor opnar Jafnréttisdaga háskólanna hjá okkur í Landbúnaðarháskólanum og hvetur alla til að láta sig jafnrétti varða. Reynsla nemenda með innflytjendabakgrunn af háskólanámi, reynslusögur af rasisma, karlar í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, áhrif COVID-19 á háskólanám, algild hönnun og heimildarmynd um intersex fólk - Þetta og margt fleira á Jafnréttisdögum háskólanna 1.-5. febrúar næstkomandi.

Jafnréttisdagar er árlegt fræðsluátak háskólanna á Íslandi þar sem saman tvinnast hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma. Meðal þess sem sérstaklega verður fjallað um í ár er fjölbreytileiki, forréttindi, þöggun, vald, mismunun og fleira. Yfirlit yfir hina fjölbreyttu viðburði skólanna má nálgast á Facebook-síðu Jafnréttisdaga. Á dagskránni í ár eru á þriðja tug viðburða og fara þeir allir fram rafrænt.

Frítt er á alla viðburði Jafnréttisdaga og öll velkomin.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image